[Talk-is] LUKR Ljósastaurar (data import)

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Fri Nov 2 13:36:31 GMT 2012


Hæ (enn og aftur).

Tók frumkvæði og vann aðeins með LUKR gögnin sem við fengum aukalega frá
Reykjavík; Breytti gögnunum úr .shp yfir í .osm (nema stofnanir og
miðlínur stíga) og skoðaði þau aðeins (afrakstur á
http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/Reykjav%C3%ADk/). Þá tók ég eftir að
skráin með ljósastaurum er ekki bara með ljósastaurum í Reykjavík,
heldur allt höfuðborgarsvæðið (fyrir utan mesta hluta Garðabæjar og
Mosfellsbæjar, og nokkur hverfi í Kópavogi). Þá ákvað ég að endurnýta
https://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/LUKR til að
fjalla um nýju gögnin.

Ég hef áhuga á að setja inn ljósastauragögnin sem fyrst af þeirri ástæðu
að gögnin eru líklegast sett inn út frá loftmyndum sem eru nákvæmari en
gervihnattamyndirnar sem BING útvegar af svæðum utan Reykjavík. Þá er
hægt að nota t.d. ljósastaurana sem mælikvarða til að reikna út gróft
offset á gervihnattamyndunum. Stikkprufur fyrir Reykjavík benda til þess
að gögnin séu í nokkuð góðu samræmi við loftmyndirnar úr Reykjavík sem
eru þarna þá þegar.

Ljósastauragögnin innihalda 35.293 nóður en núna í OSM eru 175
highway=street_lamp nóður á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt history á
þessum gögnin eru flestar nóðurnar settar inn af Mister Kanister og
hinar eru frá mér. Til að einfalda import hef ég spurt Mister Kanister
hvort ég megi eyða nóðunum hans í stað þess að merge-a þær handvirkt.

Ljósastauranóðurnar úr LUKR skiptast niður á sveitarfélög með þessum
hætti (samkvæmt _SVF_ lyklinum):
Hefur ekki þennan lykil = 296
0000 = Reykjavík = 26.529
1000 = Kópavogur = 2.685
1100 = Seltjarnarnes = 823
1300 = Garðabær = 340
1400 = Hafnarfjörður = 4.070
1603 = Álftanes = 499
1604 = Mosfellsbær = 51

Einnig hef ég skoðað lyklana og sé engan sem hægt er að þýða yfir í
gagnlegt tag fyrir utan _FLOKKUR sem er merking LUKR fyrir ljósastaur
(eða ljósastólpa eins og þeir kalla þetta). Við importið verður öllum
lyklum eytt *nema* þeim lyklum sem samfélagið vill halda til haga (skv.
import guidelines á að gera þetta), en þeir fá þá forskeytið ,lukr:'. Að
lokum verður highway=street_lamp bætt við nóðurnar. Ekkert einkvæmt
númer fylgir nóðunum svo að uppfærslur verða að fara fram á þann hátt að
láta staðsetninguna auðkenna hverja nóðu.

Fyrir importið óska ég eftir að fá að komast í OSM aðganginn sem LUKR
stígagögnin voru sett inn frá, svo ég þurfi ekki að stofna annan fyrir
þetta import og önnur LUKR import í framtíðinni.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

Fylgiefni:

Listi yfir lykla í ljósastauraskjalinu og gildin á þeim (dró saman sum
gildin svo tölvupósturinn yrði ekki of stór):
_AR_UPPL_=0
_AR_UPPL_= Ýmis ár frá 1978 til 2008
_BREYTANDI_=
_BREYTANDI_=rj
_DAGS_BREYT_=
_DAGS_BREYT_= Ýmsar dagsetningar frá 2001/04/02 til 2011/11/03
_DAGS_INN_= Ýmsar dagsetningar frá 1994/01/18 til 2011/09/28
_DAGS_LEIDR_=
_DAGS_LEIDR_= Ýmsar dagsetningar frá 2008/04/02 til 2011/11/03
_DAGS_UPPF_=
_DAGS_UPPR_=
_FLOKKUR_=455
_GAGNA_EIGN_=
_GAGNA_EIGN_=OR
_GAGNA_EIGN_=Orkuveita Reykjavíkur
_HEIMILD_=
_HEIMILD_=Veita_43001
_HEIMILD_=Veita_43006
_HEIMILD_=Áætlað 2009 - Dreifing
_NAFN_G_=
_NAFN_G_=LUKOR
_NAFN_G_=Veita_43001
_NAKV_=  0.00
_NAKV_=  0.25
_NAKV_=  0.30
_NAKV_=  0.35
_NAKV_=  0.45
_NAKV_=  1.00
_NAKV_XY_=         0.00000000
_NOTANDI_=
_NOTANDI_=LUK_GRUNNUR
_NOTANDI_=bv245
_NOTANDI_=rj
_NOTANDI_=rj+
_SVF_=
_SVF_=0000
_SVF_=1000
_SVF_=1100
_SVF_=1300
_SVF_=1400
_SVF_=1603
_SVF_=1604
_UPPR_=1
_UPPR_=2
_UPPR_=3
_UPPR_=4
_UPPR_=5
_UPPR_=8
_VIDMIDUN_P_=0
_VIDMIDUN_P_=92
_VINNSLA_F_=0
_VINNSLA_F_=1
_VINNSLA_F_=4
_VINNSLA_F_=5
_Z_=         Mörg gildi frá 0.00000000 til 122.57800000, 12.534 nóður í
því fyrrnefnda
_d_FLOKKUR_=Ljósastólpi
_d_SVF_=
_d_SVF_=Bessastaðahreppur
_d_SVF_=Garðabær
_d_SVF_=Hafnarfjörður
_d_SVF_=Kópavogur
_d_SVF_=Mosfellsbær
_d_SVF_=Reykjavík
_d_SVF_=Seltjarnarnes
_d_UPPR_=Borðhnitað
_d_UPPR_=Hannað
_d_UPPR_=Landmælt
_d_UPPR_=Myndmælt
_d_UPPR_=Riss
_d_UPPR_=Skannað / Vektrað
_d_VIDMIDUN_=
_d_VINNSLA__=
_d_VINNSLA__=Hönnunargögn
_d_VINNSLA__=Landmæling
_d_VINNSLA__=Skjáhnitun/Borðhnitun
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121102/ec42d576/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121102/ec42d576/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list