[Talk-is] Samvinna með Sjálfbjörg - vantar sjálfboðaliða

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Fri Nov 2 13:59:00 GMT 2012


Vegna óveðursins verður POI söfnuninni frestað þar til 17. nóvember,
gefið að það sé göngufært þá.

- Svavar Kjarrval

On 29/10/12 22:07, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ.
>
> Ég ræddi við fólkið í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, um daginn og
> fékk samþykki þeirra til að redda upplýsingum um POIs í þeirra nafni.
> Þetta er ekki formlegt samstarf milli OSM og þeirra. En þar sem söfnunin
> gagnast OSM sérstaklega, þá datt mér í hug að redda sjálfboðaliðum
> héðan. Söfnunin er alfarið á mína ábyrgð og þeirra sem vilja deila henni
> með mér. Samkomulagið snýst eingöngu um að geta sagt að söfnunin sé á
> vegum Sjálfsbjargar og síðan fæ ég netfang til afnota hjá þeim til að
> senda út tölvupósta í tengslum við hana. Það er auðveldara að fá
> upplýsingar ef hægt er að tengja þekkt samtök við slíkar beiðnir. Síðan
> er auðveldara að kynna söfnunina sem hjálparverkefni fyrir fatlaða
> heldur en söfnun gagna fyrir OSM.
>
> Téð verkefni snýst um það að redda POIs og upplýsingum um þá fyrir
> OpenStreetMap og þær upplýsingar munu í framhaldinu rata inn á
> Wheelmap.org. Notendur Wheelmap, sem eru að mestu hreyfihamlaðir
> einstaklinga, geta þá á auðveldari hátt en nú merkt hjólastólaaðgengi
> hjá fyrirtækjum. Þær upplýsingar rata síðan inn á OSM grunninn þar sem
> gagnaskiptin eru tvíátta. Ef staðurinn er ekki inn á Wheelmap þarf
> viðkomandi einstaklingur að setja hann inn sjálfur en það getur verið
> nokkuð erfitt fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Hann gæti þá frekar
> valið að sleppa því að setja inn þær upplýsingar ef hann getur ekki gert
> það án mikils erfiðis.
>
> Fyrsta skrefið væri að gera nokkurn veginn það sem ég gerði í
> Hafnarfirði, s.s. að ganga um með síma og taka myndir af upplýsingum.
> Myndirnar eru taggaðar með GPS staðsetningu svo augljóst er hvar þær
> voru teknar. Með þær að vopni er hægt að setja inn POIs á OSM ásamt þeim
> upplýsingum sem eru utan á byggingunum. Prufusvæðið fyrir þetta ákveðna
> verkefni er Laugavegurinn frá Hlemmi og að Lækjargötu; Þá þarf ég
> sjálfboðaliða til að taka myndir hinu megin við götuna. Mig langar ekki
> að vera stöðugt á ferðinni yfir götuna og því þætti mér betra ef einhver
> annar væri með í þessu.
>
> Eftir þessa upplýsingaöflun reyni ég að púsla þessum upplýsingum saman
> og setja þau öll inn á réttan stað í OSM ásamt öðrum upplýsingum sem
> náðust myndir af. Þá kemur að hluta Sjálfsbjargar en ég fæ afnot af
> netfangi undir þeirra léni til að senda út tölvupósta til allra þessara
> fyrirtækja (þar sem netfang liggur fyrir) og biðja þau um að staðfesta
> upplýsingarnar og bæta við þeim upplýsingum sem á vantar. Ef engin
> rafræn leið er í boði fá þau fyrirtæki heimsókn frá okkur til að gera
> þetta á pappír.
>
> Þriðji parturinn, eftir að allt hitt er búið, eða að mestu, er að taka
> létta ferð um svæðið og merkja þá staði með rauðu sem augljósast er að
> vantar aðgengið. Þá er svæðið búið og hægt að fara yfir á það næsta.
>
> Hver vill aðstoða mig með þetta? Mig langar að stefna á að hefja
> ljósmyndunarpartinn næsta laugardag eða sunnudag. Áætla lauslega að
> ljósmyndunarhlutinn gæti tekið um 2 klst. ef ég fæ einn sjálfboðaliða.
> Hver hefur tíma þá til að hjálpa mér?
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121102/46a5a87d/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list