[Talk-is] Af gefnu tilefni - overlapping ways

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sun Nov 18 13:43:44 GMT 2012


Hæ.

Ég lenti í nokkrum vandræðum í gær við innleiðingu LUKR gagna að svæði
voru skilgreind með því að búa til overlapping ways. Þetta getur valdið
vandræðum ef maður þarf að komast í veginn (way) sem er fyrir neðan, sem
tefur vinnslu, hvað þá ef þeir eru fleiri en tveir. Ég hef lent í þessu
nokkuð oft áður og getur þetta verið martröð t.d. ef mörk tveggja svæða
eru sett á eina götu með mörgum nóðum og maður þarf að skipta henni í
fleiri akreinar. Ég held að overlapping fyrirkomulagið sé í lagi fyrir
svæði eins og byggingar eða annað sem tekur eingöngu fáeinar nóður.
Fyrir landuse og slíkt ætti að nota multipolygon.

Til að forðast overlapping, og auðvelda breytingar, er best að
skilgreina svæði með multipolygon. Þau eru gerð með því að búa til
relation með type=multipolygon og setja inn alla vegi (way) sem
skilgreina mörk þess með role=outer. Innri mörk (ef það eru göt á
svæðinu) er hægt að merkja með role=inner. Inn í hvert mulipolygon
relation ætti að setja inn alla lykla og gildi sem eiga við um
viðkomandi svæði.

Nánar hér: https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Relation:multipolygon

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121118/976e5772/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121118/976e5772/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list