[Talk-is] LUKR import - skýrsla

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Tue Nov 20 13:32:54 GMT 2012


Takk fyrir hrósið.

Ég er tilbúinn í að leggja slíka tillögu fram en myndi þiggja alla þá
hjálp sem ég get fengið. Hvenær (og hvar) eigum við að fara í þetta?

- Svavar Kjarrval

On 20/11/12 13:23, Thorir Jonsson wrote:
> Þetta er frábært starf sem þú ert að vinna Svavar.
>
> Varðandi skort á OSM lyklum fyrir grunnskólahverfi þá er til einfalt
> ferli til að stinga upp á nýjum lyklum. Þessu ferli er lýst hér:
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Proposed_features.  Stærsta
> vandamálið í þessu tilfelli væri eflaust að skilgreina nákvæmlega hvað
> grunnsk'ólahverfi er.
>
> Ég lagði fram svona tillögu fyrir natural=glacier tagið á sínum tíma
> (http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Approved_features/Tag:natural%3Dglacier)
> og er alveg tilbúinn að aðstoða við þetta ef þú hefur áhuga.
>
> Kv. Þórir Már
>
>
>
>
> 2012/11/20 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is
> <mailto:svavar at kjarrval.is>>
>
>     Hæ.
>
>     Smá skýrsla um importið stóra. Vil líka minna á Facebook síðu OSM
>     á Íslandi á https://www.facebook.com/osmiceland .
>
>     Bekkir:
>     Komnir inn. Notaði ekki _STRAETO_ lykilinn þar sem bekkir eru
>     nokkuð oft mörgum metrum frá staðsetningu hverrar biðstöðvar.
>
>     Endurvinnslugámar:
>     Komnir inn. Merge þar sem var þá þegar.
>
>     Grunnskólahverfi:
>     Sleppti þessu þar sem ég fann engan OSM lykil fyrir
>     grunnskólahverfi. Einnig sýnist mér ekki vera mikill áhugi fyrir
>     upplýsingunum þessa stundina.
>
>     Umferðarljós:
>     Sleppti þar sem nóðurnar eru staðsetningar umferðarljósanna en OSM
>     lyklar fyrir umferðarljós gera ráð fyrir að merkja á götunum
>     sjálfum en ekki þar sem umferðarljósin eru. Einnig sá ég fram á of
>     mikla vinnu við að laga gatnamót þannig að þetta yrði ekkert
>     eiginlegt import. Sjálfboðaliðar gætu alveg tekið það að sér að
>     nota gögnin sem viðmið um hvar umferðarljós eru og lagað
>     gatnamótin um leið.
>
>     Heiti hverfa:
>     Komið inn sem boundary relation, admin_level=10. Ákvað að rekja
>     ekki eftir götum þrátt fyrir þann möguleika. Þetta er samt
>     eitthvað sem fólk getur dundað sér við smátt og smátt. Mörkin eru
>     allavega komin inn í formi boundary relation svo það er ekki stórt
>     mál að leysa af hólmi línurnar sem ég importaði. Eyddi út place
>     nodes og færði tögin þeirra yfir í téð boundary relation þar sem
>     við átti. Sjávarlínuaðdáendur komast einnig í feitt þar sem
>     hverfin eru mörg skilgreind út frá sjávarlínunni. Var samt ekkert
>     að skipta henni út sjálfur en fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru í
>     boði gögn Reykjavíkurborgar um hvernig hún liggur að þeirra mati.
>
>     Leiksvæði:
>     Komin inn. Það var ekki eins auðvelt verk að aðlaga línurnar og ég
>     hélt svo ég skipti sumum leiksvæðunum út fyrir þau sem voru í
>     importinu, flest þeirra lögð af mér og MisterKanister en okkur
>     báðum var sama þótt þeim yrði eytt út fyrir okkur leiti. Stundum
>     voru þau skilgreind sem stærra svæði en þáverandi leiksvæði en í
>     þeim tilvikum gaf ég þeim í staðinn samsetninguna amenity=park.
>
>     Ruslafötur:
>     Komnar inn. Fann ekkert viðeigandi OSM tag til að skilgreina að
>     ruslafata væri föst við ljósastaur svo ég lét það vera.
>
>     Stjórnsýsluhverfi:
>     Skilgreindi þau sem admin_level=9 þótt það sé tæknilega séð ekki
>     skilgreint fyrir Ísland á wiki-síðunni. Setti ekki öll inn en það
>     er minnsta mál að breyta þeim eða færa þar sem ég skilgreindi þau
>     einfaldlega eftir sömu línum og í importinu fyrir heiti hverfa.
>
>     Bæjarmörk:
>     Komin inn sem boundary relation, admin_level=6. Giskaði samt fyrir
>     Hafnarfjörð frá enda línu og að sjó þar sem sú lína var ekki inn á
>     LUKR. Eins og áður, ekki mikið mál að breyta þegar við fáum betri
>     hnit. Stalst til að setja þá línu þar sem Nominatim var alltaf að
>     skilgreina að sumar göturnar í Hafnarfirði tilheyrðu Reykjavík,
>     jafnvel þegar boundary relation var til fyrir Reykjavík. Eyddi út
>     place=city og place=town nóðum og færði tögin þeirra yfir í téð
>     boundary relation.
>
>     Þetta var áhugavert verkefni og ég er alveg tilbúinn í frekari
>     import. Þyrfti bara að fá gögnin í hendurna í .shp eða .osm.
>
>     Með kveðju,
>     Svavar Kjarrval
>
>     On 10/11/12 17:50, Svavar Kjarrval wrote:
>>     Hæ.
>>
>>     Fyrst ætla ég að nefna að ég náði að stelast í uppsett
>>     Microstation og AutoCAD og náði að breyta sumu af því sem við
>>     höfum fengið í .dxf eða útgáfu 7 af .dgn. Hef ekki í hyggju að
>>     umbreyta þeim frekar svo ég bið ykkur um að framkvæma það verk.
>>     Ég get síðan framkvæmt import ef/þegar þeim verður umbreytt í
>>     .osm eða .shp. Þessa stundina vil ég einbeita mér að klára að
>>     öðrum hlutum í OSM.
>>
>>     Umbreyttu skjölin má nálgast á http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/ .
>>     Ef þið umbreytið þeim, endilega látið mig fá afraksturinn svo ég
>>     geti sett hann á vefsvæðið.
>>
>>     ---
>>
>>     Þá ætla ég að halda áfram að importa LUKR gögnum sem við fengum
>>     frá Reykjavík. Óunnar útgáfur eru að finna hér:
>>     http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/Reykjav%C3%ADk/ . Tilheyrandi
>>     lykla er hægt að nálgast með því að opna skrárnar og kíkja.
>>     Importin munu fara fram 17. nóvember eða síðar. Ég hvet ykkur til
>>     að skoða skrárnar og sjá hvort það eru gagnlegir lyklar í þeim
>>     sem ég tók ekki eftir. Einföldustu importin fara fram fyrst og
>>     síðan vinn ég í þeim erfiðari. Ef þið hafið einhverjar sérstakar
>>     óskir um framkvæmdina er best að koma þeim á framfæri sem fyrst.
>>
>>     Bekkir (Bekkir.osm):
>>     902 nóður í Reykjavík. Eini gagnlegi lykillinn er mögulega
>>     _TEGUND_ sem ég reyni að þýða í viðeigandi OSM lykil. Í fáeinum
>>     tilvikum er í boði lykillinn _STRAETO_ með öðru gildi en 0. Í
>>     þeim tilvikum ég mun líklegast láta nægja að setja viðeigandi
>>     lykil á biðstöðvarnar sjálfar sé það í boði.
>>
>>     Endurvinnslugámar (Endurvinnslugámar.osm):
>>     55 nóður í Reykjavík. Enginn gagnlegur lykill að mínu mati til
>>     staðar. Set viðeigandi OSM lykil á nóðurnar.
>>
>>     Grunnskólahverfi (Grunnskólahverfi.osm):
>>     Skipting svæða í Reykjavík á einstaka grunnskóla. Held að hér sé
>>     um að ræða 61 grunnskóla en gætu verið færri. Sé engan gagnlegan
>>     lykil þó það megi deila um _SKOLANR_. Ef ég finn ekki viðeigandi
>>     OSM lykil fyrir grunnskólahverfi mun ég sleppa því að setja þetta
>>     inn. Gæti haft sameiginleg mörk með öðrum hverfaimportum.
>>
>>     Umferðarljós (Götuvitar.osm):
>>     1.230 nóður í Reykjavík. Lykillinn _LAGNA_AR_ gæti verið
>>     gagnlegur svo ég mun finna viðeigandi OSM lykil eða halda honum
>>     óbreyttum með forskeytinu ,lukr:'. Gæti verið einhver vinna við
>>     að bera saman við loftmyndir ef OSM hefur mismunandi lykla eða
>>     gildi eftir tilgangi umferðarljósanna.
>>
>>     Heiti hverfa (Hverfaheiti.osm):
>>     74 hverfi í Reykjavík. Eini gagnlegi lykillinn er _HEITI_ sem er
>>     heiti viðkomandi hverfis. Gögnin fara líklega inn í formi
>>     administrative border. Í kjölfarið mun ég líklegast fjarlægja
>>     nóður sem innihalda hverfanöfn þar sem þær væru búnar að gegna
>>     hlutverki sínu. Einnig er möguleiki að ekkert beint import fari
>>     fram og ég myndi rekja hverfamörkin eftir þeim götum sem væru þar
>>     þá þegar, allavega þar sem götur skilgreina hverfamörk.
>>
>>     Leiksvæði (Opin leiksvæði.osm):
>>     254 leiksvæði í Reykjavík. Gagnlegir lyklar eru _HEITI_ og
>>     _NR_LEIKSVA_ sem fá forskeytið ,lukr:'. Mun athuga þá leikvelli
>>     sem eru þegar skráðir inn og aðlaga þá að þeim nóðum sem fylgja
>>     þessari skrá.
>>
>>     Ruslafötur (Ruslastampar.osm):
>>     1.196 nóður í Reykjavík. Enginn gagnlegur lykill fyrir utan
>>     _TEGUND_ en fyrir hann mun ég reyna að finna viðeigandi OSM lykil
>>     fyrir hverja tegund. 372 þeirra eru fastir við ljósastaur og mun
>>     ég skoða það hvort það sé viðeigandi að bæta einfaldlega við
>>     aukalykil við ljósastaurana eða hafa í sér nóðu.
>>
>>     Stjórnsýsluhverfi (Stjórnsýsluhverfi.osm):
>>     18 stjórnsýsluhlutar í Reykjavík. Hér eru almenn heiti eins og
>>     Breiðholt, Háaleiti, Grafarvogur og Vesturbær. Grunar að hér sé
>>     um að ræða heiti sameinaðra hverfa svo mig grunar að ég muni geta
>>     notað sömu línur og í tengslum við Hverfaheiti.osm importið.
>>     Alveg eins og með það import mun ég fjarlægja nóður sem
>>     skilgreina hverfaheiti (eða fjarlægja viðeigandi lykla) þar sem
>>     við værum komin með svæðisskilgreiningu.
>>
>>     Bæjarmörk (Sveitarfélagsmörk.osm):
>>     Hef þegar stolist til að "importa" mörk Álftaness og Garðabæjar.
>>     Hér er um þónokkra vinnu að ræða sem snýst aðallega um að hlaða
>>     inn viðkomandi svæði inn á OSM og þessu skjali, sameina mörkin og
>>     skipa út lyklunum fyrir viðeigandi border relation. Þar sem
>>     mörkin eru ekki samtengd alls staðar er þetta ekki eitthvað sem
>>     hægt er að gera með einföldu importi. Einnig er ekki gefið
>>     sérstaklega upp hver á hvaða svæði svo það er eingöngu hægt að
>>     setja inn það augljósa.
>>
>>     Með kveðju,
>>     Svavar Kjarrval
>
>
>     _______________________________________________
>     Talk-is mailing list
>     Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>     http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121120/7bec3fc7/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121120/7bec3fc7/attachment-0001.pgp>


More information about the Talk-is mailing list