[Talk-is] Bréf til sveitarfélaga - staðan 8. október

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Mon Oct 8 02:33:30 BST 2012


Hæ.

Mikið hefur gerst þessa vikuna þar sem ég setti meiri tíma í þetta en
áður og það var liðinn hæfilegur tími síðan ég sendi erindið. Þeir sem
vilja vita stöðu einstakra bæja og hreppa geta farið á Wiki síðu
verkefnisins
(https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Icelandic:Br%C3%A9f_til_sveitarstj%C3%B3rna).

Nokkrum málum lauk í vikunni:
* Reykjanesbær sendi gögn 3. október sl. (
http://osm.is/gogn/Reykjanesb%C3%A6r/)
* Grindavík sendi gögn 5. október sl. ( http://osm.is/gogn/Grindav%C3%ADk/)
* Grundarfjörður sagðist vera áhugasamur um verkefnið en hefði ekki
mannaflann til að útvega gögnin. Tel því máli lokið af minni hálfu.

Til þess að opna gögnin sem við fengum þurfum við einhvern sem hefur
aðgang að AutoCAD og/eða Microstation til þess að flytja þetta yfir í
shapefile eða .osm file. Einhver sem býður sig fram til þess?

Ekki lokið en merkir áfangar:
* Reykjavík gaf okkur leyfi til að nýta Borgarvefsjána til að skrá hjá
okkur einstefnur og hraðatakmarkanir, sbr. fyrra bréf mitt á talk-is.
* Um 15. október ætti Reykjavík að hafa lokið eða vera á lokastigi þess
að opna síðu þar sem borgin gefur út LUKR þekjurnar sem hún er ekki að
selja. Gögnin væru opin öllum en ekki eingöngu OSM.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121008/a9cf91ee/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121008/a9cf91ee/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list