[Talk-is] Hvernig hafa gögnin nýst ykkur?

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Wed Oct 24 03:27:00 GMT 2012


Hæ.

Mig langar að forvitnast að hvaða leiti þið hafið notað eða eruð að nota
gögnin sem hafa komið frá sveitarfélögunum. Væri ágætt að fá report frá
ykkur í þetta skiptið. :þ

Er einhver með AutoCAD og/eða Microstation sem gæti hjálpað til við að
umbreyta gögnunum í shape skrár? Nennir/getur einhver sett upp tile map
service fyrir gögn sem eru eingöngu til á myndaformi?

Er eitthvað sveitarfélag sem þið eruð að bíða eftir sérstaklega og er
ekki komið?

Langar ykkur að byrja að setja inn gögnin en eitthvað hindrar ykkur?
Hver er helsta hindrunin? Sumir hafa ekki nægan tíma til að setja í
verkefnið og er það skiljanlegt. Hér er ég aðallega að hugsa atriði sem
koma að tækni og kunnáttu.

Einhverjir sem myndu vilja hafa hitting bráðlega til að ræða um hvernig
eigi að koma þessum gögnum inn á OSM á skipulagðan hátt?

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121024/6a798068/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list