[Talk-is] Drög að bréfi til sveitarstjórna

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sat Sep 1 14:41:13 BST 2012


Hæ.

Setti bréfið upp á OSM wiki-ið svo fólk geti framkvæmt breytingar á
auðveldari hátt. Einnig byrjaði ég á svæði sem kallast "Svör við
algengum spurningum" og verður það einnig í fylgiskjali. Hugmyndin er sú
að svara spurningum sem koma að gögnunum sjálfum en eiga ekki heima í
erindinu sjálfu. Ég bið ykkur um að bæta við spurningum sem þið teljið
að gott sé að svara, jafnvel þótt þið hafið ekki svörin sjálf við hendi.

Bréfið sjálft verður prentað út og sent af stað nokkuð fljótlega,
líklegast á dögunum 5-7. september.

https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Icelandic:Bréf_til_sveitarstjórna

- Svavar Kjarrval


On 16/08/12 12:57, Svavar Kjarrval wrote:
> Einhver sem býður sig fram til þess? Heimilisföng sveitarstjórnanna má
> finna á http://www.island.is/sveitarfelog-og-stofnanir/ en það ætti að
> vera í lagi að setja þau heimilisföng inn í Wiki-ið.
>
> - Svavar Kjarrval
>
> On 16/08/12 12:45, Thorir Jonsson wrote:
>> Hljómar vel.
>>
>> Þá er bara að senda þetta á öll sveitafélög í landinu og sjá hvort
>> það komi ekki eitthvað út úr þessu.
>>
>> Spurning um að búa til sér síðu um þetta á wiki-inu til að halda utan
>> um þetta.
>>
>> Kv. Þórir Már
>>
>> 2012/8/16 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is
>> <mailto:svavar at kjarrval.is>>
>>
>>     Takk fyrir það.
>>
>>     Til að skýra grálituðu línurnar þar sem tekið er fram um að semja
>>     um viðeigandi endurgjald; Þá á ég við að ef bærinn krefst þess að
>>     við greiðum fyrir ákveðin gögn eða meðhöndlun þeirra, þá séum við
>>     tilbúin til þess að semja um það. Ég myndi einfaldlega láta ykkur
>>     vita og við ákveðum hvort við teljum þess virði að fá tiltekin
>>     gögn fyrir það gjald sem bærinn krefst.
>>
>>     - Svavar Kjarrval
>>
>>
>>     On 16/08/12 09:50, Thorir Jonsson wrote:
>>>     Þetta er flott bréf Svavar.
>>>
>>>     Ég gerði smávægilegar breytingar á textanum, merkt með
>>>     strikethrough það sem ég tók út og litað gult það sem ég bætti
>>>     inn.  Einni litaði ég síðustu tvær línurnar gráar, en mér finnst
>>>     vera óljóst hvað þú átt við þar.
>>>
>>>     Á heildina litið er bréfið mjög gott og vonandi að það skili
>>>     okkur sem mestu.
>>>
>>>     Kv. Þórir Már
>>>
>>>     2012/8/16 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is
>>>     <mailto:svavar at kjarrval.is>>
>>>
>>>         Hæ.
>>>
>>>         Gerði drög að bréfi sem ég hef í hyggju að senda á
>>>         bæjarstjórnir á
>>>         landinu einhvern tímann á næstu vikum, líklegast í
>>>         september. Þar sem
>>>         við höfum ekki beint leyfi til að segja að við séum
>>>         fulltrúar OSM, þá
>>>         setti ég bara mitt nafn undir og kynni mig sem sjálfboðaliða.
>>>
>>>         Vinsamlegast tjáið ykkur um bréfið.
>>>
>>>         - Svavar Kjarrval
>>>
>>>         _______________________________________________
>>>         Talk-is mailing list
>>>         Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>>         http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>>
>>>
>>>     _______________________________________________
>>>     Talk-is mailing list
>>>     Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>>     http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>>     _______________________________________________
>>     Talk-is mailing list
>>     Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>     http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120901/bbe9ff27/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120901/bbe9ff27/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list