[Talk-is] Fréttir úr Reykjavík
Morten Lange
morten7an at yahoo.com
Fri Sep 28 17:12:42 BST 2012
Sæl/ir
Tek undir hrósinu.
Frábært að þú stendur í þessu, Svavar !
Eitt sem okkur stórvantar (og að einhverju leyti enn frekar eftir að gögnin frá borginni voru sett inn og önnur sambærileg tekin út ) eru götuþveranir gangandi ( og hjólandi ).
Þveranir geta verið að nokkrum toga :
- Gangbrautir, með eða án skilti,
- upphækkun / þverun eftir hraðahindrun,
- leið merkt með tvö einföld strik,
- ómerkt þverum þar sem katur er lækkaður, en engin önnur merking er fyrir hendi.
- Loks eru til þveranir sem eru augljósar leiðir yfir gatnamótum þrátt fyri því að ekkert hafi verið gert til að auðvelda fólki að eiga þar leið um gangandi, á hjólastól, á reiðhjóli, blindur etc.
Þessi gögn eru að mér sýnist ekki til í LUKR. En kannski er sumt af þessu í vinnslu eða á leiðinni inn ?
Þá eru þetta með götuþveranir atriði sem ætti að mínu mati að hafa í huga við samskipti við önnur sveitarfélög eða aðila af öðrum toga.
--
Regards / Kveðja / Hilsen
Morten Lange, Reykjavík
>________________________________
> From: Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>
>To: talk-is at openstreetmap.org
>Sent: Thursday, 27 September 2012, 17:23
>Subject: [Talk-is] Fréttir úr Reykjavík
>
>Hæ.
>
>Var á fundi í dag með fulltrúa Reykjavíkurborgar. Hér er það sem ég
>bókaði í Wiki-ið:
>„Fundurinn 27. september gekk vel og er mikill velvilji að afhenda gögn
>án endurgjalds sem ekki er mikill áhugi á af hálfu þeirra sem kaupa
>venjulega af Reykjavíkurborg. Meðal gagna sem nokkuð öruggt að OSM gæti
>fengið innihalda bæjarmörk, hraðatakmarkanir, opinberar byggingar,
>einstefnur og umferðarljós. Einnig verður skoðað hvort hægt sé að
>afhenda önnur gögn. Sum gögnin sem mælt var með í erindinu eru á vegum
>annarra aðila og þyrfti að hafa samband við þá sérstaklega. Möguleiki er
>á afhendingu í næstu viku ef allt gengur vel. Hann biður um að OSM hafi
>samband við hann 3. eða 4. október.“
>
>Við ræddum annars líka um önnur 'þemu' sem eru fáanleg í Borgarvefsjánni
>og mun ég senda á fulltrúann lista yfir þau þemu sem við myndum vilja fá
>og er líklegt að þeir gætu veitt án endurgjalds.
>
>Látið vita ef þið hafið tillögur um önnur þemu. Þið getið séð listann
>með því að fara á Borgarvefsjána
>(http://lukr-01.reykjavik.is/borgarvefsja/) og velja ‚Opna Valglugga‘
>efst til vinstri.
>
>Listi yfir þemu;
>
>Borgarskipting:
>Hverfaskipting
>Hverfahlutar
>Grunnskólahverfi
>Póstnúmer
>
>Götur og stígar:
>Bekkir
>Ruslastampar
>
>Menningarminjar:
>Fornleifar
>Friðuð hús
>Hús b.f. 1918, ófrið
>Listaverk
>Vernd 20. aldar húsa
>
>Mælipunktar:
>Fastmerki
>Hæðarmerki
>
>Náttúrufar:
>Grunnmynd
>Vatnsvernd
>
>Íþróttir:
>Íþróttahús
>Sundlaugar
>Íþróttaaðstaða
>
>Umferð og aðgengi:
>Einstefnugötur
>Götumálning-línur
>Götumálning-merkingar
>Hámarkshraði
>Hraðahindranir
>
>Þjónusta:
>Gjaldsvæði Bílastæðasjóðs
>Bílastæðahús
>Félagsþjónusta
>Grunnskólar
>Hverfisbækistöðvar
>Leikskólar
>Menningarstofnanir
>Opin leiksvæði
>
>Með kveðju,
>Svavar Kjarrval
>
>_______________________________________________
>Talk-is mailing list
>Talk-is at openstreetmap.org
>http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120928/cca9e32d/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list