[Talk-is] OSM hittingurinn í gær

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Fri Feb 1 21:09:49 GMT 2013


Hæ.

Sumir vildu vita hvernig hittingurinn í gær gekk fyrir sig en svarið við
því er að hann gekk vel. Gunnar frá Landmælingum mætti til okkar og
ræddi um ferlið við að opna gögnin. Hann er sammála því að þau þurfi að
opna frekar, í það minnsta svo gögnin rati inn á OSM. Verið er að
endurskoða skilmálana og mögulega í samstarfi við íslenska OSM
samfélagið og aðra hagsmunaðila. Einnig kom sú pæling að sækja fordæmi
til annarra opinberra aðila erlendis, eins og Evrópusambandið. Gunnar
vék síðan af fundinum.

Þá ræddum við um önnur gagnaimport, aðallega Vegagerðargögnin og
miðlínur gatna á höfuðborgarsvæðinu. Pælingin var hvort hægt væri að
haga þeim eins og importinu á LUKR stígunum, en það þótti hafa tekist
ágætlega. Importin væri nokkuð stór og viðamikil og því þótti
ákjósanlegra að þau fari fram samkvæmt import-reglum OSM (sem við höfum
trassað hingað til). Gögnin frá Vegagerðinni henta ekki alls staðar þar
sem um er að ræða algerar miðlínur, jafnvel þegar báðar akstursáttir eru
aðskildar og í einhverri fjarlægð frá hvorri annarri. Í þeim tilvikum er
nokkuð augljóst að OSM gögnin séu nákvæmari.

Gögnin frá fasteignaskrá voru eitthvað rædd og það virtist vera
samhljómur um að þau teljist nokkuð merkileg enda gera þau OSM
samkeppnishæfara við önnur kort, til dæmis hvað varðar
heimilisfangaleit. Pælt var í að tengja fasteignanúmerin við byggingar
upp á það ef fasteignaskrá opinberar meira af upplýsingum í framtíðinni
og að það sé einfalt mál að setja þær inn og viðhalda.

Þá kom fram að mikið af villum finnast í Reykjavík, sérstaklega vegna
stíga sem hafa enga tengingu við vegakerfið.

Var beðinn um að finna út hvaða upplýsingar koma fram á
Vegagerðargögnunum þá er hér dæmi um lykla og gildi þeirra fyrir
ákveðinn kafla Reykjanesbrautarinnar:
_DAGSETNING_=
_DAGSETNI_1_=2009/03/09
_DAGSETNI_2_=2010/11/16
_FITJUTEGUN_=301
_GAGNAEIGAN_=Vegagerðin
_HEIMILD_=
_KAFLANR_=15
_LENGD_=13290
_NAKVAEMNIX_= 0.000
_OBJECTID_=6971
_SHAPE_LEN_=  13260.56951100000
_SKYRINGAR_=
_SLITLAG_=10
_VEGFLOKKUR_=1
_VEGFLOKK_1_=0
_VEGHEITI_=Reykjanesbraut
_VEGNR_=41
_VEGTEGUND_=A
_VINNSLUFER_=0

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130201/036f5951/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list