[Talk-is] Grunnupplýsingar úr fasteignaskrá - fréttir

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Thu Feb 28 16:57:58 UTC 2013


Jámm, en slíkt gæti verið torvelt ef textinn eins og hann er í 3. gr. sé
settur í heilu lagi. Auk þess tæki það gríðarlegt pláss, nema það megi
setja hann inn í changesettið sjálft. Þau eru líklegast að hugsa um að
þetta skuli koma fram á kortunum sjálfum svo neytendur viti að þetta
gætu verið gömul gögn.

- Svavar Kjarrval

On 28/02/13 16:46, Thorhallur Sverrisson wrote:
> Varðandi 6. gr.  þá er spurning hvort það væri nægjanlegt af þeirra
> hálfu að tög séu sett inn sem tilgreini source og dagsetningu source
> gagnana þar sem þau eru notuð?  Þetta tryggir að hægt er að sannreyna
> hvenær gögnin voru sótt.
>
> Þórhallur
>
> 2013/2/28 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is <mailto:svavar at kjarrval.is>>
>
>     Hæ.
>
>     Hér er uppkast af athugasemdum sem ég geri ráð fyrir að senda á
>     morgun eða um helgina, ef enginn mótmælir. Krukkið í textanum að
>     vild ef þið teljið að eitthvað ætti að vera öðruvísi (þó þannig að
>     það sé augljóst hverju er breytt).
>
>     --------------------
>
>     Athugasemdir um skilmála vegna staðfangaskrár Þjóðskrár Íslands,
>     útgáfu 1.1:
>
>     Andi skilmálanna virðist góður en það eru vafaatriði sem þarf að
>     laga svo það sé hægt að setja gögnin inn í OpenStreetMap (OSM).
>
>     3. gr.
>     Hvað telst nægjanleg vísun samkvæmt 3. gr? Einnig eru efasemdir um
>     tæknilega útfærslu ef krafan í greininni nær til allra kortaafurða
>     og birtingu þeirra. OSM gögnin eru notuð fyrir hundruð, og
>     mögulega þúsundir, verkefna víðsvegar um heiminn. Ákvæðið er því
>     illframkvæmanlegt, sérstaklega ef skyldan nær til þess að birta
>     textann á eða hjá kortinu. Síðan er spurning hvort ákvæðið næði
>     yfir vefviðmót þar sem hægt er að sjá Íslandskort en það er ekki í
>     birtingu gagnvart notandanum þá stundina. Margir birta OSM gögn
>     fyrir ákveðin jarðsvæði, til dæmis Evrópu, Skandinavíu eða jafnvel
>     heimskort. Ekki er hægt að ætlast til þess að þeir birti íslenskan
>     texta á eða hjá kortunum ef gögnin þeirra ná yfir Ísland. Spurning
>     er hvort það nægi að birta upplýsingarnar á sérstakri síðu OSM
>     verkefnisins þar sem tilgreint er að þær upplýsingar séu fengnar
>     frá ÞÍ.
>
>     Þá þarf að skoða 3. gr. með hliðsjón af a-lið 1. gr. þar sem honum
>     er heimilt að breyta gögnunum. Þó getið sé niðurhals- eða
>     afhendingardags, þá er augljóst að skráin gæti verið nokkuð breytt
>     frá þeirri sem halað var niður. Krafan um sérstakan texta gæti
>     orsakað misskilning þar sem skoðandi kortsins heldur að rangar
>     upplýsingar af hálfu viðtakanda séu frá ÞÍ.
>
>     Þó um lifandi gögn sé að ræða og vegna kröfu ÞÍ um að vita hvaða
>     útgáfu er að ræða, væri betra að engin skylda sé að hálfu
>     viðtakanda að vísa í staðfangaskrána ef hann hefur breytt gögnunum
>     á einhvern hátt. Komi einhver auga á mögulega röng gögn getur
>     viðkomandi alltaf komist beint í útgáfu staðfangaskrár sem ÞÍ
>     hýsir og lagt mat á réttleika upplýsinganna á eigin vegum.
>
>     6. gr.
>     Liðurinn um nýjustu upplýsingar gæti valdið vandræðum hjá OSM þar
>     sem um er að ræða sjálfboðaliðaverkefni. Hægt er að skilja liðinn
>     þannig að ef enginn tekur að sér að uppfæra upplýsingarnar í
>     nýjustu útgáfuna, þá sé OSM skylt að henda út upplýsingunum. Það
>     er ekki í anda opinna gagna að hægt sé að draga gögn til baka af
>     þeirri ástæðu að gögnin séu úrelt. Litið er svo á að gögn undir
>     opnum leyfum eigi alltaf að vera fáanleg svo framarlega sem leyfin
>     séu uppfyllt. Skylda ÞÍ í a-lið 6. gr. er líklega ósamræmanleg
>     notandaleyfi OSM og að óbreyttu er mikil hætta á að gögnin geti
>     ekki af lagalegum ástæðum ratað inn á OSM.
>
>     Ef gögnin eru fáanleg á rauntíma gengur ekki fyrir sjálfboðaliða
>     OSM að innleiða gögnin nema vera í stöðugri vakt þar sem hægt er
>     að fylgjast með uppfærslum eða finna upp á sjálfvirkri leið. Enda
>     eru kortagögnin inn á OSM niðurhalanleg hvenær sem er og því meiri
>     skylda að hafa þau samkvæmt nýjustu útgáfu staðfangaskrár, sem er
>     einnig verður aðgengileg á rauntíma. Sjálfboðaliðarnir hafa engar
>     lagalegar skyldur gagnvart OSM og geta því hætt þátttöku sinni
>     hvenær sem er. Því er ekki hægt að tryggja að innleiðing
>     staðfangaskrár inn á OSM uppfylli þennan lið eins og hann er núna.
>
>     --------------------
>     Með kveðju,
>
>     Svavar Kjarrval
>
>     On 21/02/13 15:02, Bjarki Sigursveinsson wrote:
>>     Þetta er ágætt hjá þeim. Ég skil ekki alveg ótta stjórnsýslunnar
>>     við að nota það sem er til fyrir og virkar ágætlega (eins og
>>     Creative Commons) í staðinn fyrir að þurfa alltaf að búa til sitt
>>     eigið.
>>
>>     Ég sé tvennt í þessu sem þarfnast nánari skýringa:
>>     * Hvað er nægjanleg tilvísun samkvæmt 3. gr.? Er nóg að vísa í
>>     uppruna gagnanna með t.d. source-tagi?
>>     * Hvað merkir 6. gr. a. þegar kemur að verkefni eins og OSM? Ber
>>     að skilja þetta þannig að OSM beri skylda til þess að uppfæra
>>     alltaf gögnin til nýjustu útgáfu eða henda þeim út ella? Þetta
>>     gengur ekki upp í framkvæmd á OSM enda er það verkefni sem byggir
>>     á vinnu sjálfboðaliða sem hafa engar skyldur til verksins og geta
>>     hætt þátttöku sinni í því hvenær sem er.
>>
>>     On 21.2.2013 14:07, Svavar Kjarrval wrote:
>>>     Sælt fólk.
>>>
>>>     Hringdi í manneskjuna sem hefur umsjón með því að setja grunnupplýsingar
>>>     úr fasteignaskrá á netið eins og rætt hefur verið áður. Helstu tafirnar
>>>     eru að setja gögnin í WMS þjónustu og er markmiðið að allt verði komið í
>>>     loftið ekki síðar en 15. mars næstkomandi. Vonum að það gangi eftir.
>>>
>>>     Þá nefndi hún að skilmálarnir væru tilbúnir og að þau myndu ekki nota
>>>     þekkt notkunarleyfi (því miður). Þess í stað eru það heimatilbúnir
>>>     skilmálar. Þar sem þeir liggja fyrir bað ég hana um að senda mér eintak
>>>     svo við gætum kíkt á þá. Það gerði hún og fylgja þeir í viðhengi. Gætuð
>>>     þið kíkt á skilmálana og athugað hvort það sé eitthvað í þeim sem
>>>     stoppar innleiðingu í OSM?
>>>
>>>     Þau eru nokkuð opin fyrir því að breyta skilmálunum ef þörf krefur en í
>>>     símtalinu nefndi hún að það sem skipti helst máli er að þeirra sé getið
>>>     (attribution) og að dagsetning niðurhalsins liggi fyrir þar sem um er að
>>>     ræða lifandi gögn.
>>>
>>>     Með kveðju,
>>>     Svavar Kjarrval
>>>
>>>
>>>     _______________________________________________
>>>     Talk-is mailing list
>>>     Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>>     http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>     -- 
>>     Bjarki Sigursveinsson
>>     +354 8215644 <tel:%2B354%208215644>
>>     Mánagötu 8
>>     105 Reykjavík
>>     Iceland
>>
>>
>>     _______________________________________________
>>     Talk-is mailing list
>>     Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>     http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>     _______________________________________________
>     Talk-is mailing list
>     Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>     http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130228/670fbb23/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130228/670fbb23/attachment-0001.pgp>


More information about the Talk-is mailing list