[Talk-is] Staðan á Íslandi

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Fri May 10 00:49:58 UTC 2013


Frábært hjá þér!

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 09/05/13 23:30, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> Sælt veri fólkið.
>
> Það er fyrst nú sem ég er farinn að setja eitthvað af ráði á OSM, sé
> að fyrsta breytingin sem ég gerði var 2009 en það var ekki fyrr en
> núna 2013 að ég fór á flug.
>
> Tók eftir því að Hafnarfjörður og Reykjavík eru fullmöppuð hvað hús
> varðar á meðan að Kópavogur (minn heimabær) er frábær í Vesturbænum
> (Kársnes) en restinfrekar slöpp hvað þennan lið varðar.
>
> Það er svo að þegar ég hendi mér í eitthvað þá er það með látum og því
> ákvað ég að skoða þetta aðeins nánar og fór smá hringferð um landið og
> flokkaði niður hvar þörf væri á að bæta. Margir staðir eru í mjög
> góðum málum (Borgarnes, Grundarfjörður til dæmis) á meðan að aðra
> vantar ýmist loftmyndir eða byggingar (og einstaka götur). Hér á eftir
> fylgir all nokkur texti, ég skal því gera TL:DR neðst í póstinum.
>
>
> Nú vil ég kynna til sögunnar annað þarfaþing á netinu, Trello.com. Það
> er eins konar margnotendavænt verkefnakerfi, ég nota það sem
> minnismiða fyrir sjálfan mig og einnig sem sameiginlegan verkefnalista
> með öðru fólki í ákveðnum verkefnum. Þetta er gjaldfrí þjónustasvo það
> sé á hreinu.
>
> Ég bjó þar til OpenStreetMap (is) sem "organization"og undir því bjó
> ég til verkefnatöflu sem heitir "Byggingar". Þar er ég búinn að flokka
> flesta þéttbýliskjarna landsins (ég gæti hafa gleymt örfáum) eftir því
> hvort að þá vanti loftmyndir eða byggingar.
>
> Í listanum þar sem vantar byggingar er að finna fjölmörg sveitarfélög
> sem hafa líklega nýlega verið að fá nógu góðar loftmyndir, þar eru
> líka nokkur sem eru þegar með byggingar á víð og stangli á OSM en ekki
> tæmandi lista.
>
> Til dæmis er nú hægt að teikna upp allar byggingar á Akranesi,
> Ólafsvík, Sauðárkróki, Vopna-, Eski- og Reyðarfirði, Hellu, Selfossi,
> Hveragerði,
> Rauðalæk, Flúðum og Eyrarbakka. Einnig eru göt í Hafnarfirði, Garðabæ,
> Mosfellsbæ og Kópavogi.
>
> Von mín er að þessilisti (og hugsanlega aðrir) geti auðveldað yfirlit
> yfir hvað þarf að gera og samvinnu meðal þeirra sem vilja leggja hönd
> á mús.
>
> Hver sem er getur skoðað listann, en ef fólk vill gera tilkall til
> einhvers þá er fínt að skrá sig inn á Trello eða fá mig til að invita
> ykkur í OSM(is) þar. Þarna sést smettið á mér á Kópavogs-miðanum, þar
> sem ég er að vinna í Kópavogi. Fleiri en einn geta verið skráðir á
> hvern verkefnamiða ef mikill áhugi er á viðkomandi svæði.
>
> Ef að nýjar loftmyndir detta inn er svo handhægt að renna yfir listann
> "Vantar loftmyndir" og gá hvort að eitthvað hefur breyst þar, þá er
> létt mál að flytja viðkomandi miða yfir í "Vantar byggingar" listann,
> þannig sér fólk hvar hægt er að leggja hönd á plóginn.
>
> Listann má sjá hérna: https://trello.com/b/dn0f5v5p
>
>
>
> TL:DR
> Skoðaði ástand bygginga á Íslandi á OSM. Bjó til lista á
> https://trello.com/b/dn0f5v5p sem sýnir stöðu þéttbýliskjarna á
> Íslandi þar sem vantar byggingar inn á.
>
>
>
> Þeir sem hafa áhugaá að nota þetta tæki endilega kíkið á þetta, og ef
> þetta hlýtur náð fyrir augum meðlima þá mætti kannski tengja á þetta
> af Wiki-síðunni um OSMÍsland.
>
>
> með kortakveðju,
> Jói
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130510/e21ee175/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130510/e21ee175/attachment-0001.pgp>


More information about the Talk-is mailing list