[Talk-is] Félagaskráning í Hliðskjálf
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Thu Nov 14 15:56:03 UTC 2013
Í BCC: Skráðir gestir á stofnfundi félagsins sem ég vissi netfangið hjá.
Hinir eru held ég á þessum póstlista (OSM talk-is)
Hæ.
Nú er búið að skrá félagið ‚Hliðskjálf, félag um opin og frjáls
landupplýsingagögn‘ í félagaskrá Ríkisskattstjóra.
Af því tilefni vil ég, sem umsjónaraðili félagatals, bjóða öllum upp á
að gerast félagar í Hliðskjálf. Það eina sem þarf að gera er að senda
mér skilaboð (t.d. á svavar at kjarrval.is) þar sem óskað er inngöngu og
láta fylgja fullt nafn, kennitölu og netfang. Félagið mun síðan nota
netfangið til að senda tölvupósta með tilkynningum frá félaginu, þar á
meðal fundarboð og annað sem tengist starfi þess.
Fólk sem ekki vill senda kennitölur sínar ódulkóðaðar í gegnum tölvupóst
hefur þann kost að dulkóða tölvupóstinn með PGP lyklinum mínum. Einnig
má hringja í mig og þylja upp kennitöluna við tækifæri eða hitta mig í
persónu (samkvæmt samkomulagi). Afgangurinn af skráningunni ætti samt að
berast til mín skriflega.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131114/8a9c6ada/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list