[Talk-is] Kortlagning sumarbústaða og hleðslustöðva

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Thu Jul 3 17:54:35 UTC 2014


Sæl verið þið.

Ég var að renna yfir sumarbústaðabyggðirnar (Grímsnesið lítur út eins og 
stórborg fyrir ofan Selfoss) og ákvað að skoða hvernig þetta er gert 
annar staðar.

Finnarnir virðast vera duglegir að merkja inn sumarbústaðabyggðir og þar 
merkja þeir yfirleitt heimreiðar sem highway=track og aðra vegi sem 
highway=unclassified. Það liggur við að hér heima megi merkja sumt sem 
highway=residential þar sem heilsársbúseta virðist verða algengari.

Núna eru flestir sumarbústaðir, sem eru þegar á kortinu, merktir sem 
building=yes, ég útbjó smá síðu á vef okkar þar sem við leggum til að 
building=summer_cottage taki við og að ref:öryggisnúmer=000000 (með 
réttu númeri í stað núlla) sé sett þar sem það er þekkt. Sjá nánar þessa 
síðu:

http://www.hlidskjalf.is/openstreetmap/kortlagning-sumarbustada

Einnig væri frábært að fá ábendingar um fleiri sumarbústaðabyggðir, ég 
setti nokkrar inn á síðuna sem flugu í hausinn á mér eftir að hafa komið 
þar einhver tímann á lífsleiðinni.

Enn fremur skoðaði ég hvernig hleðslustöðvar fyrir rafbíla (og önnur 
raffarartæki) eru skráð og setti inn aðra síðu um það 
http://www.hlidskjalf.is/openstreetmap/hledslustodvar


Þeir sem vilja fá fleiri leiðbeinandi síður þarna inn endilega ekki hika 
við að hafa samband við okkur.

kveðja,
Jói
formaður Hliðskjálfar
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140703/4259d04c/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list