[Talk-is] Loftmyndir

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Tue Jul 15 12:37:19 UTC 2014


Hæ.

Veit að ágætlega frjálsar loftmyndir eru til en grunar að þær séu alls
ekki með þeirri upplausn sem kunningi þinn sækist eftir. En það er samt
aldrei að vita hvort þeir hafi slíkar án þess að ég viti af þeim. Hann
gæti athugað hjá bandarískum ríkisstofnunum eða alþjóðlegum stofnunum
sem reka gervitungl er hafa það hlutverk að mynda yfirborð jarðar í
ýmsum tilgangi.

Dæmi um slíkar stofnanir eru NASA með Landsat[1] og European
Environmental Agency með Corine[2].

[1] http://landsat.gsfc.nasa.gov/?page_id=9
[2] http://www.eea.europa.eu/data-and-maps - Gætir þurft að athuga
leyfisskilmála sérstaklega.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 14/07/14 14:21, Karl Karlsson wrote:
> Halló, 
> Kunningja mínum vantar loftmyndir af öllu íslandi fyrir viðbót við Microsoft Flight Simulator,
> Er möguleiki á að fá svoleiðis open source ? Ef ekki, hvert ætti hann að leita?
>
> Kveðja,
> Karl Georg
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140715/9acedc53/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list