[Talk-is] Derhúfur

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Sun Jun 1 14:48:22 UTC 2014


Sæl verið þið og gleðilegan júní.

Það hefur lítið gerst á listanum undanfarið en það er gaman að segja frá 
því að við erum að leggja lokahönd á verkfæri sem hjálpar okkur að bæta 
kortið og hafa yfirlit yfir það sem vantar upp á.

Til dæmis er að detta í hús verkefni varðandi kortlagningu á sveitabæjum 
en þar vantar talsvert upp á, svo reynum við auðvitað að halda utan um 
hvernig gengur að kortleggja þéttbýlisstaði, við höfum hingað til haft 
það utanumhald á Trello https://trello.com/b/dn0f5v5p (allir geta skoðað 
- þarf að vera Trello-notandi - ókeypis - til að gera eitthvað) en ætlum 
að færa okkur í verkfæri þar sem ekki þarf að vera Trello-notandi heldur 
er nóg að nota OSM-notandann sinn.

Ég er einmitt á leiðinni út á land síðar í mánuðinum og til að íbúar 
Siglufjarðar og Sauðárkróks hringi ekki strax á lögregluna var ég að 
velta því fyrir mér hvort ég ætti að smella smá merkingu á mig, það er 
þá ekki bara til að forðast vandræði heldur ekki síður til að vekja þó 
ekki nema örlitla athygli á verkefninu.

Úti hafa menn stundum merkt endurskinsmerki með OpenStreetMap texta en 
ég var að velta fyrir mér derhúfu sem er kannski með örlítið smekklegri. 
Læt fylgja með eina hugmynd sem ég gerði hjá merkt.is sem leyfir að hægt 
sé að panta í stykkjatali (1 þarna er þá 3815 með þessu útliti), þá 
væntanlega hægt að fá afslátt fyrir meira magn. Hugmyndir að hönnun 
þegnar sem og að vita hvort að fleiri hefðu áhuga á svona grip og 
jafnvel hægt að panta eitthvað magn.

kveðja,
Jói
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140601/bf8a7305/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: derhufa.png
Type: image/png
Size: 225717 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140601/bf8a7305/attachment-0001.png>


More information about the Talk-is mailing list