[Talk-is] Tenging stíga og rútun fyrir gangandi og hjólandi
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Tue Sep 16 15:43:14 UTC 2014
Ísland dettur inn í næstu uppfærslu af cycle.travel (þeir uppfæra einu
sinni á mánuði).
Þann 30.8.2014 18:07, skrifaði Jóhannes Birgir Jensson:
> Path er ekki vinsælt heldur
>
> http://www.openstreetmap.org/user/Richard/diary/20333
>
> Ég ætla að kíkja á cycle.travel fólkið og gá hvernig gengur með að
> smella okkur þar inn og taka þetta áfram.
>
> Þann 29.8.2014 14:08, skrifaði Morten Lange:
>> Hæ
>>
>> Hef ekki náð að taka þátt í umræðunum, en þangað til niðurstaða er
>> fengin ætti kannski að segja frá því á Wiki.openstreetmap.org að
>> umræður séu í gangi á talk-is ?
>> --
>> Regards / Kveðja / Hilsen
>> Morten Lange, Reykjavík
>>
>> ------------------------------------------------------------------------
>> *From:* Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>
>> *To:* talk-is at openstreetmap.org
>> *Sent:* Monday, 25 August 2014, 16:40
>> *Subject:* Re: [Talk-is] Tenging stíga og rútun fyrir gangandi og
>> hjólandi
>>
>> Hæ.
>>
>> Skoðaði highway=footway á wiki síðu OSM og þar er ekki gefið að
>> það skuli túlka sjálfgefið sem bicycle=no heldur gefið frjálst á
>> hvorn veginn það er túlkað af hálfu algrímanna. Ef við tökum
>> bicycle=yes af yrði það líklega mismunandi milli algrímanna hvort
>> þeir beini hjólafólki eftir stígum eða götum.
>>
>> Einhverjar umræður hafa verið í gangi á aðalpóstlista OSM um
>> sjálfgefin gildi á tilteknum svæðum þar sem hægt væri að setja
>> inn sjálfgefnar stillingar í samræmi við lög og reglur sem gilda
>> á hverju svæði, svo ekki þurfi að merkja allt innan svæðisins með
>> einhverju sem gildir alls staðar. Veit samt ekki hvort eða hvenær
>> slíkar sjálfgefnar skilgreiningar yrðu innleiddar.
>>
>> Persónulega hefði ég talið það eðlileg virkni fyrir hjólaumferð í
>> rútunaralgrímum að beina fólki á stíga ef það er styttri og/eða
>> öruggari leið, sérstaklega ef um er að ræða óvant hjólafólk.
>> Fólkið sem telur sig ráða við að hjóla á götum getur auðvitað
>> hunsað tillögu algrímanna um að nota stíga ef aðstæður leyfa, eða
>> fólkið sem semur algrímana geri ráð fyrir þessu og lagi algrímana
>> að þessum veruleika. Ef ég ætlaði að fara stystu leiðina fyrir
>> hjól myndi ég eðlilega vilja fá leiðarlýsingu þar sem ég get
>> notfært mér alla stíga sem ég má hjóla á.
>>
>> Ef bicycle=yes yrði tekið af í Fellahverfinu, rútunaralgrímurinn
>> myndi túlka skortinn sem bicycle=no og ég myndi óska eftir
>> hjólaleið frá Völvufelli 11 og til Drafnarfells 2, þá myndi hann
>> mæla með því að ég myndi hjóla eftir götunni út Völvufellið og
>> síðan hringinn í kringum húsin meðfram Suðurfelli og Norðurfelli
>> áður en ég kemst á Drafnarfell. Með bicycle=yes myndi algrímurinn
>> mæla með því að ég myndi hjóla stuttan stíg norður að Drafnarfelli 2.
>> Með bicycle=yes:
>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-21.824661,64.1007793&end=-21.8247791,64.1012104&pref=Bicycle&lang=de&noMotorways=false&noTollways=false
>> Án bicycle=yes:
>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-21.824661,64.1007793&end=-21.8247791,64.1012104&pref=Fastest&lang=de&noMotorways=false&noTollways=false
>>
>> Síðan eru auðvitað líklegri tilvik eins og ef einhver biður um
>> hjólaleið milli Seljahverfisins í Reykjavík og yfir í
>> Lindahverfið eða Salahverfið í Kópavogi (ekki endilega milli
>> heimilisfanga sem eru rétt hjá hvort öðru). Fyrri áhyggjurnar í
>> þessari umræðu voru einnig að OpenCycleMap birti of mikið af
>> bláum leiðum sem eiga að vera sérstakar hjólaleiðir. En ef merkja
>> á stíga með bicycle=yes á stígum sem eru ekki meðfram götum mun
>> birtast hellingur af bláum blettum á því korti ef reynt er að
>> halda í rútunina. Ef úrval slíkra stíga er of strangt mun fólk
>> undrast af hverju tilteknir stígar á kortinu urðu ekki fyrir
>> valinu þegar þeir eru augljóslega hentugri en sú leið sem var
>> valin. Þetta er nokkurn veginn það sem fólk er að lenda í þegar
>> stígar eru ekki tengdir almennilega.
>>
>> Tæknilega séð eigum við að merkja stíga sem eru fyrir
>> ótilgreindar tegundir óvélknúinnar umferðar sem highway=path.
>> Gætum íhugað að breyta highway=footway í highway=path nema á þeim
>> stöðum þar sem skilgreint er sérstaklega að stígurinn sé fyrir
>> ákveðna umferð eingöngu (eins og sérstaka hjólastíga). Þá getum
>> við sleppt bicycle=yes tagginu þar sem það er sjálfgefið og
>> liturinn fyrir það er ekki æpandi á OpenCycleMap.
>>
>> Varðandi úrlausn myndi ég ekki mæla með því að stígar meðfram
>> götum yrðu teknir út enda myndi það brjóta nokkuð mikið í bága
>> við ‚don't tag for the renderer‘ regluna (sem á einnig við um
>> rútanir). Það ferli að velja sérstaklega hvaða leiðir eru
>> viðeigandi og merkja þær (þar með talið koma sér saman um almenn
>> viðmið og viðhalda merkingum) getur alveg eins verið jafn
>> fyrirhafnarmikið og setja inn þveranir þar sem á við. Auk þess
>> væri það nokkuð selective tagging að fara að stunda það að velja
>> leiðir með þessum hætti og myndi vera langt frá því að leysa úr
>> rútunarvandanum fyrir gangandi vegfarendur (jafnvel með notkun á
>> sidewalk tagginu). Ef gögnin eru rétt og rútunaralgrímar eru að
>> mæla með einhverju röngu, þá á að leysa vandamálið í algrímunum
>> sjálfum en ekki með því að rengja rétt gögn. Sama gildir ef
>> eitthvað kemur ljótt út á korti. OpenStreetMap verkefnið gengur
>> aðallega út á gögnin en ekki hvernig þau eru túlkuð nema af afar
>> litlu leiti.
>>
>> Mín tillaga undir þessum kringumstæðum er að vinna í að bæta
>> þveranir og taka umræðuna varðandi að breyta highway=footway í
>> highway=path. Það tekur auðvitað einhverja vinnu í upphafi að
>> framkvæma þetta en eitthvað sem mun þurfa að gera að endingu.
>>
>> Með kveðju,
>> Svavar Kjarrval
>>
>>
>>
>> On 21/08/14 10:10, Arni Davidsson wrote:
>>> Hæ
>>>
>>> Já Bristol á Englandi.
>>>
>>> Mér sýnist þetta snúast um magn af gögnum. Það eru lítil gögn í
>>> Bristol og þeir fáu stígar sem eru teiknaðir eru einfaldlega
>>> tengdir við götu (og gert ráð fyrir gangstéttum við þær) og svo
>>> er rútað eftir götunni fyrir gangandi.
>>>
>>> Stígurinn í þessu tilviki er ekki með bicycle=yes og því ættu
>>> hjól að fara eftir götu skv. þessu:
>>>
>>> Rútað fyrir hjól
>>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-2.583334,51.466187&end=-2.583152,51.46466&pref=Bicycle&lang=de&noMotorways=false&noTollways=false
>>>
>>> Rútað fyrir gangandi
>>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-2.583334,51.466187&end=-2.583152,51.46466&pref=Pedestrian&lang=en&noMotorways=false&noTollways=false
>>>
>>> Hér er svo annar staður með stíg merktan bicycle=yes og rútað
>>> fyrir gangandi:
>>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-2.5838582,51.4671268&end=-2.5810258,51.4675613&pref=Pedestrian&lang=en&noMotorways=false&noTollways=false
>>>
>>> og hjólandi:
>>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-2.5838582,51.4671268&end=-2.5810258,51.4675613&pref=Bicycle&lang=en&noMotorways=false&noTollways=false
>>>
>>> Mér sýnist að við þurfum líklega að:
>>>
>>> 1. Fyrir gangandi. Annaðhvort að nota merktar gangstéttir fyrir
>>> gangandi og tengja þá allar gangstéttir yfir götur _*eða*_ að
>>> eyða út gangstéttum og rúta eftir götum (þar sem eru
>>> gangstéttir). (Í því tilviki væri hægt að halda inni upplýsingum
>>> með því að nota sidewalk=both/left/right/none sem tag við highway.)
>>>
>>> 2. Fyrir gangandi. Láta þá stíga sem eru nauðsynlegir og eru
>>> ekki við götu halda sér og tengjast við götu (ef við eyðum
>>> gangstéttum) eða við gangstéttir (ef við höldum gangstéttum og
>>> tengjum þær allar yfir götur).
>>>
>>> 3. Fyrir hjólandi. Rúta eftir götum að jafnaði en setja
>>> bicycle=yes við þá stíga og gangstéttir (ef við höldum þeim) sem
>>> eru nauðsynlegir og eðlilegir sem tengingar fyrir reiðhjól.
>>> Sérstakir hjólastígar eru eðlilegur hluti af leiðum.
>>>
>>> Hvað finnst ykkur vera eðlilegasta og einfaldasta leiðin? Eyða
>>> gangstéttum eða tengja þær yfir götur?
>>>
>>> kveðja
>>> Árni Davíðsson
>>>
>>>
>>>
>>>
>>>
>>>
>>>
>>>
>>> 2014-08-21 0:16 GMT+00:00 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is
>>> <mailto:svavar at kjarrval.is>>:
>>>
>>> Hæ.
>>>
>>> Bristol á Englandi?
>>>
>>> En annars fæ ég þetta til að virka á openrouteservice.org
>>> <http://openrouteservice.org/> í Reykjavík fyrir fótgangandi
>>> og hjólandi. Hér er hjóladæmi í Breiðholtinu þar sem búið
>>> var að tengja þveranir á sínum tíma:
>>> http://openrouteservice.org/index.php?start=-21.8173057,64.1006776&end=-21.8241862,64.1000975&pref=Bicycle&lang=en&noMotorways=false&noTollways=false
>>>
>>> Leiðin gæti þó orðið styttri með meiri gögnum á svæðinu en
>>> hér er greinilegt að beintengdu stígarnir eru nýttir eftir
>>> því sem kostur er.
>>>
>>> Með kveðju,
>>> Svavar Kjarrval
>>>
>>>
>>> On 16/08/14 01:06, arnid65 at gmail.com
>>> <mailto:arnid65 at gmail.com> wrote:
>>>> Það sem mér finnst athyglisvert með gögnin frá t.d. Bristol
>>>> er að routing virkar þrátt fyrir að hvorki gangstéttir né
>>>> þveranir séu skráðar. Hversvegna virkar það þar en ekki hjá
>>>> okkur? Erum við að gera málið alltof flókið? Er hægt að
>>>> skýra þennan mun?
>>>>
>>>> Kveðja
>>>> Árni Davíðsson
>>>>
>>>> On 15.8.2014, at 22:11, Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is
>>>> <mailto:svavar at kjarrval.is>> wrote:
>>>>
>>>>> Hæ.
>>>>>
>>>>> Gallinn við stígagögnin frá Reykjavíkurborg er að þau eru
>>>>> frekar teiknuð upp á útlitið en routing. Fyrir okkur var
>>>>> þetta auðvitað ekki ákjósanlegasta staðan. Við fengum hins
>>>>> vegar nokkuð tæmandi safn yfir stíga, jafnvel stíga sem
>>>>> við myndum líklegast ekki fá af loftmyndunum einum saman.
>>>>> Hvað varðar routing gæti þetta verið bjarnargreiði en
>>>>> nokkuð góður greiði þegar kemur að því að vita hvar stígar
>>>>> eru og hvar þeir liggja. Með Laugaveginn tek ég þetta
>>>>> algerlega á mig, sérstaklega þar sem ég á heima þar rétt
>>>>> hjá og hefði auðvitað átt að hafa klárað þetta þar fyrir
>>>>> löngu.
>>>>>
>>>>> Okkar vantar smá átak til þess að skrá betur gangbrautir
>>>>> og aðrar þveranir yfir götur. Tók sjálfur einhver þannig
>>>>> svæði á sínum tíma en hef því miður fært áhersluna annað
>>>>> innan OSM. Hef samt tekið nokkuð margar GPS taggaðar
>>>>> ljósmyndir af slíkum þverunum í einhverjum gönguferðanna
>>>>> sem ég hef farið. Ef einhver hefur áhuga á að skrá þetta í
>>>>> massavís, þá get ég tekið þær myndir saman og sent
>>>>> viðkomandi. Margar þverananna sem myndir eru af gætu þó
>>>>> verið augljósar út frá loftmyndum.
>>>>>
>>>>> Hvaða svæði finnst ykkur að ættu að vera í forgangi þegar
>>>>> bæta á við þessum tengingum?
>>>>>
>>>>> Með kveðju,
>>>>> Svavar Kjarrval
>>>>>
>>>>> On 11/08/14 16:26, Arni Davidsson wrote:
>>>>>> Sæl
>>>>>>
>>>>>> Á að skrifa hér á ensku frekar en íslensku? Ég byrja
>>>>>> allavega á íslensku.
>>>>>>
>>>>>> Það hefur áður verið minnst á að leiðavalið (routing)
>>>>>> fyrir gangandi og hjólandi sé ekki að ganga sem skyldi í
>>>>>> Open street map. Ástæðan er að hluta til innfærsla á
>>>>>> gögnum yfir stíga frá sveitarfélögunum því í þeim gögnum
>>>>>> virðast stígar oft ekki tengdir yfir götur né við götu.
>>>>>> Þannig virkar leiðavalið ekki vegna þess að stígar eru
>>>>>> einfaldlega ekki tengdir. Það er fyrirsjáanlegt að það er
>>>>>> talsverð vinna að tengja stígana. Sjá t.d. það sem gerist
>>>>>> hér að neðan í ridethecity og hvernig gögnin líta út í
>>>>>> openstreetmap og í borgarvefsjá:
>>>>>>
>>>>>>
>>>
>>>>>> http://www.openstreetmap.org/#map=17/64.14255/-21.90141&layers=C
>>>>>> http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/?_ga=1.45753188.1365589408.1360679825
>>>>>>
>>>>>> Það er spurning hvort stígagögn sveitarfélaganna hafi
>>>>>> ekki verið hálfgerður bjarnargreiði frá þessum sjónarhóli
>>>>>> en spurningin er hvernig á að laga þetta? Á bara að hella
>>>>>> sér í að tengja stíga við götur og yfir götur þar sem um
>>>>>> þverun er að ræða. Eins og þið sjáið í Hátúni er fullt af
>>>>>> þverunum og meira að segja þveranir á gangbrautarljósum á
>>>>>> Laugavegi koma ekki fram í Openstreetmap.
>>>>>>
>>>>>> Einhverjar snjalla hugmyndir?
>>>>>>
>>>>>> kveðja
>>>>>> Árni Davíðsson
>>>>>>
>>>>>>
>>>>>>
>>>>>> --
>>>>>> Árni Davíðsson
>>>>>> arnid65 at gmail.com <mailto:arnid65 at gmail.com>
>>>>>>
>>>>>>
>>>>>> _______________________________________________
>>>>>> Talk-is mailing list
>>>>>> Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>>>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>>>
>>>>> _______________________________________________
>>>>> Talk-is mailing list
>>>>> Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>>
>>>>
>>>> _______________________________________________
>>>> Talk-is mailing list
>>>> Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>>
>>>
>>> --
>>> Árni Davíðsson
>>> arnid65 at gmail.com <mailto:arnid65 at gmail.com>
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org <mailto:Talk-is at openstreetmap.org>
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140916/a0452bfc/attachment-0001.html>
More information about the Talk-is
mailing list