[Talk-is] Lögbýli uppfærð

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Wed Apr 22 15:49:16 UTC 2015


Sæl verið þið.

Við erum aðeins búin að vera að laga til yfirlitið yfir lögbýli. Staðan 
núna er sú að af um rúmlega 5000 lögbýlum eru 1100 merkt á kortið að því 
að við vitum. Hugsanlega eru fleiri merkt á kortið en ekki er búið að 
staðfesta það á þessum yfirlitsvef okkar.

URL: http://osm.hlidskjalf.is/

Það er frekar einfalt að nota þetta, maður skráir sig inn sem 
OpenStreetMap-notandann sinn, velur landsvæði, getur svo valið póstnúmer 
og farið svo yfir þar sem er merkt með gráu. Það eru beinir tenglar yfir 
á OSM-editor (sjálfgefinn editor er notaður, fer eftir þinni stillingu á 
OpenStreetMap) fyrir viðkomandi bæ og oftast er líka einfalt að teikna 
upp húsin og smella nafninu inn sér sem place=farm.

Við erum að vinna í svipuðu kerfi fyrir þéttbýlisstaði, við höfum haldið 
utan um ástand þeirra á Trello en ætlum að færa okkur yfir núna með 
sumrinu. Íslenskustuðningur verður þá virkjaður líka.

Spurningar, ábendingar, allt vel þegið.

Dæmi um póstnúmer sem er búið að yfirfara: 
http://osm.hlidskjalf.is/logbyli.php?s=h&p=113&k=&v=&b=&l=
Dæmi um póstnúmer sem er í vinnslu: 
http://osm.hlidskjalf.is/logbyli.php?s=h&p=116&k=&v=&b=&l=

kveðja,
Jóhannes



More information about the Talk-is mailing list