[Talk-is] Svæðisfélagið og OSMF
Morten Lange
morten7an at yahoo.com
Wed Feb 10 01:01:31 UTC 2016
Sæl,
Hér eru hugdettur um tvennt sem OSM Foundation gæti gert :-)
* Er til kennsluefni frá OSMF ? Mætti búa svoleiðis til eða bæta við / uppfæra ?
* Bjóða OSM Surveyjor vesti (aftur) til sölu ?
* Upplýsa betur um virkni vefviðmótsins og upplýsa um breytingar ( Hvernig virkar leitin, af hverju kemur drasl með sem tengist "global changeset" þegar maður skoðar söguna ( history) fyrir afmarkað svæði á Íslandi ? Ætti ekki að vera hægt að sleppa changeset sem ekki eru með nodeinnan svæðisins sem er sýnt í viðmótinu ?
-- Regards / Kveðja / Hilsen Morten Lange, Reykjavík
From: Jóhannes Birgir Jensson <joi at betra.is>
To: talk-is at openstreetmap.org
Sent: Monday, 8 February 2016, 22:53
Subject: [Talk-is] Svæðisfélagið og OSMF
Sæl verið þið.
Fyrirhugaður aðalfundur OpenStreetMap á Íslandi er á næsta leiti, við
erum að stefna á mars en ekki komin dagsetning enn.
Mikel Maron hjá OpenStreetMap Foundation (sem eiga lénin og sjá um allt
lögfræðistússið) var að senda póst og spyrja um hvað okkur finnist eiga
að vera hlutverk svæðisfélaga (Local Chapters) annars vegar og OSMF hins
vegar varðandi stuðning við Local Chapters. Við vorum fyrsti Local
Chapter til að verða aðili að OSMF og nú um daginn voru Ítalir að bætast
við - held að Japanir hafi verið með umsókn í gangi líka.
Nú langar mig að fá álit ykkar á hvað þið teljið að eigi að vera á
verkahring hvers.
Sjálfum dettur mér í hug að:
Local Chapter sjái um
-samskipti við þá sem kortleggja á svæðinu, benda á betri leiðir ef
eitthvað misferst
-hvetji opinbera aðila til að opna sín kortagögn
-útbreiði boðskapinn - ég hef nokkuð lengi gengið með það í maganum að
gera efni sem hæfði í 1-2 kennslustundir á grunnskólastigi með möguleika
á framhaldsefni fyrir áhugasama
OSMF getur stutt við það með því að:
-???
Endilega segið hver ykkar sýn er á þessi mál, og takk öll fyrir að
kortleggja!
--Jói
formaður Hliðskjálfar/OpenStreetMap á Íslandi
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is at openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20160210/8c4fcf91/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list