[Talk-is] Hvernig fá betri nákvæmni með GPS (tiltölulega ódýrt)

Morten Lange morten7an at yahoo.com
Sun Jul 10 23:12:23 UTC 2016


Sæl 


Hvernig er best að auka nákvæmni þegar maður fer eftir slóða og stiga sem maður vill bæta inn á OSM, gefið að maður ætlar ekki að gerast atvinnumaður í þessu og ætlar að nota hagkvæm tæki ? 


Mér dettur í hug : 

* Biða eftir "fix"
* Færa sér hægt eftir leiðinni og athuga hvað tækið segir um nákvæmni ef sérstaklega mikilvægt er að hafa punktana nákvæma, eða maður er milli húsa, í þröngum dal eða undir tré.

* Fá sér tæki sem maður getur fest efst á bakpoka eða álíka, og er nákvæmri en GPS í síma. Sér GPS tæki eða "hjálpartæki" fyrir síma/spjaldtölvu/tölvu  



Hefur einhver hér reynslu af blátannatengd aukatæki / viðtæki ? 


Til dæmis þessi :
Portable GPS Receiver GPS Comparison

http://www.mypilotstore.com/mypilotstore/Aviation-GPS/Bluetooth-GPS.asp             
Portable GPS Receiver GPS Comparison
Compare Leading Portable GPS Bluetooth Puck Receiver Units from Dual, Bad Elf, and Garmin. 
View on www.mypilotstore.com Preview by Yahoo 
  

 

-- 

Regards / Kveðja  Morten Lange, Reykjavík



More information about the Talk-is mailing list