[Talk-is] Hvernig fá betri nákvæmni með GPS (tiltölulega ódýrt)
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Tue Jul 12 19:10:36 UTC 2016
Hæ.
Veit ekki hvaða forrit þú ert að nota en fyrsta skrefið væri að athuga
hvort maður sé að nýta þá nákvæmni sem tækið er að bjóða upp á. Ef
hugbúnaðurinn býður upp á að skrá GPS hnit með örari hætti (0-1 sekúndna
fresti) væri hægt að prófa það. Það mun hins vegar leiða til meiri
rafmagnsnotkunar. Sumar búðir, aðallega tölvubúðir, bjóða upp á
ferðabatterý sem nota má til að halda tækinu í stöðugri hleðslu gegnum
USB snúru. Slík tæki urðu vinsælli eftir að Ingress spilun varð meiri
hérlendis og munu mögulega aukast enn frekar með vinsældum Pokémon Go.
Keypti eitt um daginn á um 15 þúsund krónur sem rúmar 20.800 mAh
(þónokkrar heilar farsímahleðslur).
Síðan er til GPS ónákvæmni sem lítið er hægt að bregðast við ef maður er
takmarkaður við tæki af ódýrari kantinum. Þetta á sérstaklega við ef
viðkomandi er á þröngri götu með nokkurra hæða húsum á hvorri hlið
(kallast ‚urban canyon‘ á ensku). Góðu fréttirnar eru þær að þegar
Galileo verkefnið fer í gang mun ástandið batna í þeim efnum en þær
slæmu (þessa stundina) er að það er einhver óvissa um þetta ESB verkefni
og í það minnsta nokkurra ára bið. Þó ekki sé fýsilegt við þær aðstæður
að fá nákvæm trace eru þau svæði ekki það flókin að það sé óþarflega
erfitt að álykta legu leiðanna út frá loftmyndum.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
On sun 10.júl 2016 23:12, Morten Lange wrote:
> Sæl
>
>
> Hvernig er best að auka nákvæmni þegar maður fer eftir slóða og stiga sem maður vill bæta inn á OSM, gefið að maður ætlar ekki að gerast atvinnumaður í þessu og ætlar að nota hagkvæm tæki ?
>
>
> Mér dettur í hug :
>
> * Biða eftir "fix"
> * Færa sér hægt eftir leiðinni og athuga hvað tækið segir um nákvæmni ef sérstaklega mikilvægt er að hafa punktana nákvæma, eða maður er milli húsa, í þröngum dal eða undir tré.
>
> * Fá sér tæki sem maður getur fest efst á bakpoka eða álíka, og er nákvæmri en GPS í síma. Sér GPS tæki eða "hjálpartæki" fyrir síma/spjaldtölvu/tölvu
>
>
>
> Hefur einhver hér reynslu af blátannatengd aukatæki / viðtæki ?
>
>
> Til dæmis þessi :
> Portable GPS Receiver GPS Comparison
>
> http://www.mypilotstore.com/mypilotstore/Aviation-GPS/Bluetooth-GPS.asp
> Portable GPS Receiver GPS Comparison
> Compare Leading Portable GPS Bluetooth Puck Receiver Units from Dual, Bad Elf, and Garmin.
> View on www.mypilotstore.com Preview by Yahoo
>
>
>
>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20160712/fca1b890/attachment.sig>
More information about the Talk-is
mailing list