[Talk-is] Notum highway=primary víðar á Þjóðvegi 1 ?

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Tue Jul 12 22:28:50 UTC 2016


Við erum með skilgreiningar innanlands sem eru stofnbrautir (primary), 
tengibrautir (secondary) og safnbrautir (tertiary).

Húsagötur (residential) tengjast safnbrautum sem tengjast tengibrautum 
sem tengjast stofnbrautum. Dæmið úr Smárahverfi er þá til dæmis 
safnbrautin Dalsmári sem er með 0 íbúa en tengir saman allar 
húsagöturnar í neðri-Smárum, tengist svo við Fífuhvammsveg sem er 
tengibraut sem tengist svo í Hafnarfjarðarveg sem er stofnbraut. Ekki 
öll hverfi eru þó jafn vel skipulögð og Smárinn (fyrsta hverfið í 
Kópavogi sem var hannað sem heild frá upphafi) og því erfiðara að flokka 
götur.

Við getum svo hnikað á milli flokka eftir því hvað á betur við notkun 
þess vegar. Sjálfur tel ég að Reykjanesbrautin ætti líklega að uppfærast 
í trunk að stórum hluta enda stenst hún þá skilgreiningu (tvær akreinar 
í hvora átt og aðskilið) og er langstærsta umferðaræðin utan 
höfuðborgarsvæðisins.

--Jói


Þann 12.7.2016 18:15, skrifaði Svavar Kjarrval:
> Hæ.
>
> Er nokkuð sammála Karli um að fara ekki í endurskilgreiningu á
> vegakerfinu á þeim forsendum einum að rötunarvélar séu óþekkar. Aftur á
> móti tel ég skorta á stöðlun af okkar hálfu þegar kemur að flokkun
> íslenskra vega. Hvaða vegi ætti að flokka sem primary, secondary,
> tertiary, og svo framvegis. Áður en við getum farið að halda uppi kröfum
> um sérstaka meðferð á okkar séríslensku flokkun þurfum við að hafa þau
> viðmið á hreinu.
>
> Ætla annars að giska á að þetta sé annars ekki séríslenskt vandamál. Það
> væri hins vegar ekki raunhæft að senda bréf til hvers einasta
> framleiðanda rötunarvélar með slíkar séróskir, heldur þyrfti (helst)
> formlega lausn sem væri almenns eðlis upp á að auka líkurnar á innleiðingu.
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>
> On mán 6.jún 2016 10:13, Karl Palsson wrote:
>> I'm not against it, but it _is_ the trunk route.  If routing software can't handle it, it's a routing problem.
>> Of course, it's also a display problem if you reduce it to
>> primary, because it will dissappear from most maps at sane zoom
>> levels, as they can't handle iceland being so special.
>>
>> the problem is that OSM still has a few too many _british_ things
>> about it, particularly things like the british legal definition
>> of a trunk road, which simply doesn't apply in other countries.
>> Should we relabel all icelandic roads with vegagerðin levels, and
>> teach the routing software what the local levels mean, and teach
>> the rendering tools what's appropriate for iceland? _maybe_ but
>> that's a lot of work :) It's the problem you're running into
>> though of course, so it has to be addressed eventually. People
>> try and use what seems the best to get a rendered map that
>> appears sane and has the right connections on it. I'd lean
>> heavily towards convincing routing software that iceland needs
>> localization heuristics.
>>
>> Sincerely,
>> Karl P
>>
>> Morten Lange <morten7an at yahoo.com> wrote:
>>> Hæ,
>>>
>>> Tengd algrimur fyrir rötun, (rötunarvélar) og líka tengd því að
>>> endurspegla "ground truth", mætti kannski flokka Þjóðvegi 1 sem
>>> highway=primary í stað =trunk, amk þegar komið er austar en
>>> Hveragerði / Selfoss og norðar en Hvalfjörð ? Mér sýnist myndin
>>> á OSM wiki síðunni til dæmis benda til þess. Sumar rötunarvélar
>>> neita staðfastlega að "senda" fólki út á higway=trunk, jafnvel
>>> þótt það sé bara 1km og hinn valkosturin sé að hjóla meira en
>>> 100 km aukalega. Akkúrat í þessu tilviki má vera að nægilegt
>>> væri að bæta við bicycle=yes, en ég hugsaði að sem sagt að
>>> flokkunin á þjóðvegiu 1 sé eiginlega röng að mestu. Aftur á
>>> móti væri rökrétt að tvöfaldur Reykjanesbraut hafi taggið trunk
>>> (og að mínu viti bicycle=yes) ?
>>>
>>> Sjá
>>> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dprimary
>>>
>>> Og samsvarandi fyrri highway=trunk ( Þetta tag virðist gefa til
>>> kynna/ lýsa veg í stíll við tvöfaldaða hlutinn til Keflavíkur
>>> frá Hafnafirði etc )
>>>
>>>
>>> -- Regards / Kveðja / Hilsen Morten Lange, Reykjavík_______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is




More information about the Talk-is mailing list