[Talk-is] Duglegir útlendingar

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Thu Jun 16 12:15:17 UTC 2016


Útlendingar hafa verið duglegir að setja inn gögn á OSM núna nýlega með 
Maps.me appinu sem er stórfínt.

Appið er því miður ekki með stuðning við mörg tungumál þannig að 
viðkomandi bætir bara eigin þýðingu við nafnið, tli dæmis eins og 
gerðist hér: https://www.openstreetmap.org/changeset/40051735 þar sem 
einhverjir 16 eigindi fengu kínverska viðbót við nafnið sitt.

Ég lagaði þetta en næ líklega ekki öllu þannig að ef þið getið gluggað á 
ykkar áhugasvæði og tékkað á því hvort að heitin séu eitthvað að 
breytast þá væri það frábært.

Ég er búinn að hafa samband við Maps.me og biðja þá um að styðja amk 3 
tungumál fyrir nöfn (name, name:en og svo name:(valið af appnotanda)) en 
á eftir að fá svör.

Þetta kallar líklega á einhvers konar eftirlitstól sem við byggjum til 
og færi yfir nöfn á Íslandi.

--Jói




More information about the Talk-is mailing list