[Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

Sveinn í Felli sv1 at fellsnet.is
Fri Feb 2 12:13:19 UTC 2018


Sælt veri fólkið,

Þið hafið kannski orðið vör að undanförnu við nýjar og breyttar þýðingar 
í OSM-umhverfinu (og hugsanlega einnig MediaWiki), og er þá undirritaður 
sjálfsagt sökudólgurinn.
Ég er ekkert að gera ferla í OSM, en rakst á nokkrar þýðingar sem ekki 
samræmdust öðrum forritum af svipuðum meiði (t.d. QGIS) og fannst líka 
ómögulegt að hafa síður eins og https://www.openstreetmap.org/about 
hálfþýddar. Þannig að undanfarið ár hef ég verið að samræma hugtök 
(einnig við önnur wiki-verkefni) og reyna að koma þýðingum á öllum 
áberandi atriðum á hreint.

En í framhjáhlaupi fór ég að nota OSMAnd og hef klárað þýðinguna á því 
að mestu (líka OSMAnd fyrir iOS) ásamt kortaskilgreiningunum. Síðustu 
uppfærslur á OSMAnd hafa því verið nokkuð nálægt því að vera fullþýddar.

Og þá kemur erindið: hafið þið prófað OSMAnd á íslensku ?
Hvernig er að rata um viðmótið ?
Eitthvað sérstakt* sem pirrar eða mætti betur fara ?

*fyrir utan sjálfar kortaupplýsingarnar.

Það væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið prófað OSMAnd.

Bestu kveðjur,
Sveinn í Felli

OSMAnd er hægt að finna á F-droid, Google Play og Apple Store



More information about the Talk-is mailing list