[Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

Sveinn í Felli sv1 at fellsnet.is
Tue Feb 6 08:24:35 UTC 2018


Sæll,

Það var nú ekkert mjög alvarlegt sem var að í iD-ritlinum; strengir eins 
og "Bætti hnút við leið." --> "Bætti hnúti við leið." og "Íbúahúsnæði" 
--> "Íbúðarhúsnæði".
Svo þegar notuð eru mörg mismunandi orð fyrir eitthvað hugtak, hefur 
maður tilhneigingu til að vilja nota helst sama orðið sem víðast. Eins 
og t.d. "Merge" sem gengur gjarnan undir þýðingunum "Fella saman", 
"Samtvinna", "Samræma" og "Sameina", ég nota helst þetta síðasta. Man 
ekki alveg hvað voru margar útgáfur af þessu í iD, en það var aðallega 
misræmi í þessum dúr sem ég reyndi að laga. Málfarið var annars með því 
betra sem ég hef séð í sambærilegum verkefnum ;-)
Ég lét tæknilega GIS-orðaforðann að mestu í friði.

Og að sjálfsögðu var orðasafn LISA notað, auk þess sem ég sendi 
fyrirspurn um nokkur orð upp á LMÍ, þar sem Ásta, Bjarney og Þórey gáfu 
mér ýmsar ábendingar (reyndar mest í sambandi við þýðingar á QGIS).

Reyndar eru nokkur orð í þessum geira sem eiga sér ekki almennilega 
íslenska þýðingu; í OSM kemur eitt þeirra fyrir (sjaldan þó), en það er 
orðið "Geometry". Getur stundum verið þýtt með "Lögun" en fagfólkið 
notar yfirleitt bara "Geómetría" (upp á dönsku?).

Önnur fagorð sem þarf að vara sig á eru "Fitjur" (e. Feature) og "Flákar 
(e. Polygon). Þegar fitjur eru orðnar litlar hafa menn tilhneigingu til 
að kalla þær "Einindi" eða eitthvað slíkt; síðan kemur fyrir í t.d. 
OSMAnd að það er verið að meina allt annað, þá er verið að tala um 
"Eiginleika" einhvers (New feature in app version x.x).
Flákar eru afmarkanir ýmiskonar, en einstaka sinnum þýðir "Polygon" 
einfaldlega bara "Marghyrningur".

Hvaða orð svosem menn nota yfir hugtök, aðalatriðið er að þau séu þau 
sömu, hvort sem er í OSM-vefnum, OSM-ritlunum, OSMAnd-forritinu og svo 
OSM-kortagögnunum. Þetta síðast talda er með aðskildar þýðingar eftir 
því hvort um vefútgáfu OSM er að ræða eða OSMAnd - þarna á eftir að taka 
til hendinni...

Bestu kveðjur,

Sveinn


Þann mán  5.feb 2018 16:05, skrifaði Jóhannes Birgir Jensson:
> Sæll Sveinn.
> 
> Ég byrjaði á að þýða iD en náði ekki að halda í við nýjar og nýjar útgáfur.
> 
> Það væri áhugavert að vita hvað var þar sem þú taldir að væri beinlínis 
> rangt eða villandi, og hver samræmdi listinn er sem þú ferð eftir.
> 
> Svo má minna á orðanefnd LÍSU sem hefur gefið út orðalista: 
> http://www.landupplysingar.is/ordalisti-lisu/
> 
> Sjálfur er ég á því að hafa sem mest aðgengilegt á íslensku en þar þarf 
> að vanda mjög til verka og hugsanlegt að hugtök sem eru í orðalistanum 
> eigi ekki við.
> 
> 
> On 5.2.2018 09:37, Sveinn í Felli wrote:
>> Takk fyrir svarið;
>>
>> > Ég er einn af þeim sem forðast hreinlega að nota viðmót á íslensku ef
>> > enskan er í boði.
>>
>> Þú ert ekkert einn um þetta, sérstaklega úr 'eldri' kynslóðum 
>> tölvunotenda (svo hafa menn áhyggjur af íslenskuumhverfi barna?). 
>> Vaninn er sterkur, það hefur lengi þótt erfitt að kenna gömlum hundum 
>> að sitja ;-)
>>
>> Eitt af því snúnasta við hugbúnaðarþýðingar er að ákveða hvað eigi að 
>> ganga langt í þýðingum; það er að segja, hvort sleppa eigi að þýða 
>> t.d. viðmót fyrir kerfisstjórnun eða ítarlega uppsetningu (þar sem 
>> möguleiki er á misvísandi eða röngum skilaboðum, sem gætu haft 
>> alvarlegri afleiðingar).
>> Ég var til dæmis með miklar efasemdir um hvort ég ætti að þýða iD og 
>> Potlatch2 ritlana, en ákvað að gera það samt af tveimur ástæðum:
>> A: einhver var þegar byrjaður á verkinu, þar var slatti af hugtökum 
>> sem þurfti að leiðrétta/samræma/laga
>> B: þetta eru þau viðmót sem byrjendur í kortagerð helst nota (JOSM og 
>> Merkaator eru óþýdd að mestu)
>>
>> > 1. Ég á hreinlega erfitt með að tengja sum íslensk hugtök við það sem
>> > þarf að gera, sérstaklega ef um er að ræða sérhæfð/sjaldgæf hugtök.
>>
>> Vissulega, en hér á líka við þversögnin um hænuna og eggið
>> Það væri hægt að skrifa langar greinar um akkúrat þetta atriði, en ég 
>> ætla að láta nægja að segja að ég hef tamið mér að hafa sem mest af 
>> sérhæfðum hugtökum með alþjóðaheitum í sviga og jafnvel einhverjar 
>> skýringar ef það er pláss.
>>
>> > Á sérstaklega við þegar ég sé hugtök sem virðast hafa átt uppruna 
>> sinn > hjá Tölvuorðanefndinni heldur en því sem almenningur notar í 
>> daglegu
>> > tali
>>
>> Ég hef átt heilmikil samskipti við Sigrúnu Helga hjá TON, held að þau 
>> átti sig alveg á því hvað orðasöfnin sem þau eru að halda úti eru 
>> takmörkuð. Þetta á reyndar við um fleiri af þessum fagorðasöfnum, 
>> meðal annars fyrir landupplýsingafræðin (búinn að vera í sambandi við 
>> LMÍ varðandi það).
>> Ætli sé nema 1/3 af orðunum í TOS sem hafi nokkuð gildi í dag; sumpart 
>> vegna íhaldsemi, sumpart vegna hraðrar þróunar síðustu árin, en 
>> kannski aðallega vegna lélegrar svörunar frá notendum/þýðendum o.s.frv.
>>
>> > 2. Þegar ég er í vandræðum með hugbúnaðinn finnst mér erfitt að fara
>> > eftir textalýsingum sem eru á öðru tungumáli (án þess að sjá ferlið
>> > myndrænt) og framkvæma síðan á íslensku viðmóti. Til að leita aðstoðar
>> > þarf maður oftast að slá inn ensku hugtökin á leitarvélarnar til 
>> þess > að fá gagnlegar niðurstöður almennt.
>>
>> Aðalvandamál íslenskra þýðinga hefur yfirleitt verið að hjálparskjöl 
>> hafa oft setið á hakanum og fólk ekki passað upp á að hafa 
>> atriðisorðaskrár aðgengilegar á netinu. Þess vegna er mikilvægt að 
>> gefa sér pláss í þýðingunum til að tengja við alþjóðlegu heitin og/eða 
>> geta skýrt hugtök nánar ef þarf. Og auðvitað að velja sem gagnsæjust 
>> hugtök á íslensku..
>> Það er reyndar í gangi smá umræða um að koma upp miðlægum grunni með 
>> hugtökum/skilgreiningum o.fl. í hugbúnaðarþýðingum, hugsanlega á vegum 
>> Árnastofnunar (með raunverulegum þýðingum - ekki einhverju á borð við 
>> TOS).
>>
>> Annars er markmiðið hjá mér alltaf það sem vinur minn sagði eftir að 
>> hafa byrjað að nota gamalkunnugt forrit á íslensku: "Þetta var 
>> rosalega skrýtið fyrst, eftir tvo daga var þetta farið að venjast, og 
>> eftir viku var ég búinn að gleyma hvernig var að nota enska viðmótið".
>>
>> Ef þar að auki, eftir mánaðarnotkun, finnist viðkomandi fljótvirkara 
>> að nota íslensku; þá er tilganginum náð...
>>
>> En, eftir sem áður, geta þýðingar ekki orðið til fullbúnar í fyrstu 
>> tilraun (ekki frekar en annar kóði eða texti), þær þurfa að þróast og 
>> aðlagast með hjálp notendanna - þess vegna var ég að athuga hvort 
>> einhverjir á þessum póstlista hefðu notað eða væru tilbúnir til að 
>> prófa OSMAnd. Betur sjá augu en auga...
>>
>> Bestu kveðjur,
>>
>> Sveinn í Felli
>>
>>
>> Þann fös  2.feb 2018 15:48, skrifaði Svavar Kjarrval:
>>> Hæ.
>>>
>>> Ég er einn af þeim sem forðast hreinlega að nota viðmót á íslensku ef
>>> enskan er í boði. Fyrir því hafa aðallega verið tvær ástæður:
>>> 1. Ég á hreinlega erfitt með að tengja sum íslensk hugtök við það sem
>>> þarf að gera, sérstaklega ef um er að ræða sérhæfð/sjaldgæf hugtök. Á
>>> sérstaklega við þegar ég sé hugtök sem virðast hafa átt uppruna sinn hjá
>>> Tölvuorðanefndinni heldur en því sem almenningur notar í daglegu tali.
>>> 2. Þegar ég er í vandræðum með hugbúnaðinn finnst mér erfitt að fara
>>> eftir textalýsingum sem eru á öðru tungumáli (án þess að sjá ferlið
>>> myndrænt) og framkvæma síðan á íslensku viðmóti. Til að leita aðstoðar
>>> þarf maður oftast að slá inn ensku hugtökin á leitarvélarnar til þess að
>>> fá gagnlegar niðurstöður almennt.
>>>
>>> Þrátt fyrir framangreint styð ég alveg fyllilega þýðingar viðmóta
>>> almennt yfir á íslensku enda eru væntanlega ekki allir í sömu vandræðum
>>> og ég þegar kemur að þessu. Finnst það æðislegt að þú hafir farið út í
>>> þetta. :D
>>>
>>> Er að nota OSMand (á ensku) en skal íhuga að prófa íslenskuna við 
>>> tækifæri.
>>>
>>> Með kveðju,
>>> Svavar Kjarrval
>>>
>>> On fös 2.feb 2018 12:13, Sveinn í Felli wrote:
>>>> Sælt veri fólkið,
>>>>
>>>> Þið hafið kannski orðið vör að undanförnu við nýjar og breyttar
>>>> þýðingar í OSM-umhverfinu (og hugsanlega einnig MediaWiki), og er þá
>>>> undirritaður sjálfsagt sökudólgurinn.
>>>> Ég er ekkert að gera ferla í OSM, en rakst á nokkrar þýðingar sem ekki
>>>> samræmdust öðrum forritum af svipuðum meiði (t.d. QGIS) og fannst líka
>>>> ómögulegt að hafa síður eins og https://www.openstreetmap.org/about
>>>> hálfþýddar. Þannig að undanfarið ár hef ég verið að samræma hugtök
>>>> (einnig við önnur wiki-verkefni) og reyna að koma þýðingum á öllum
>>>> áberandi atriðum á hreint.
>>>>
>>>> En í framhjáhlaupi fór ég að nota OSMAnd og hef klárað þýðinguna á því
>>>> að mestu (líka OSMAnd fyrir iOS) ásamt kortaskilgreiningunum. Síðustu
>>>> uppfærslur á OSMAnd hafa því verið nokkuð nálægt því að vera 
>>>> fullþýddar.
>>>>
>>>> Og þá kemur erindið: hafið þið prófað OSMAnd á íslensku ?
>>>> Hvernig er að rata um viðmótið ?
>>>> Eitthvað sérstakt* sem pirrar eða mætti betur fara ?
>>>>
>>>> *fyrir utan sjálfar kortaupplýsingarnar.
>>>>
>>>> Það væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið prófað OSMAnd.
>>>>
>>>> Bestu kveðjur,
>>>> Sveinn í Felli
>>>>
>>>> OSMAnd er hægt að finna á F-droid, Google Play og Apple Store
>>>>
>>>> _______________________________________________
>>>> Talk-is mailing list
>>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> 
> 
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is




More information about the Talk-is mailing list