[Talk-is] Fw: [Tagging] Active volcanoes

Sveinn í Felli sv1 at fellsnet.is
Wed Jan 29 07:19:13 UTC 2020


Sælt veri fólkið;

Til fróðleiks: Þessar skilgreiningar duttu núna eftir áramótin inn til 
þýðinga í OSMAnd og tengdum forritum:

Scoria = Gjallgígur
Shield = Dyngja
Maar = Ker
Stratovolcano = Eldkeila
Lava dome = Hraungúll
Caldera = Askja

Svo er þarna líka "Dirt" sem hlýtur að vera einhverskonar 
leirgígur/pyttur/hver sem ég hef ekki ennþá fundið íslenskt fræðiheiti 
yfir, en það er greinilega verið að ræða það á spjallsíðunni 
<https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Talk:Approved_features/Tag:natural%3Dvolcano> 
hvar eldfjöll endi og jarðhitamyndanir taki við.

Þessu til viðbótar eru skilgreiningar á stöðu eldstöðvanna:

Last eruption = Gaus síðast
Number of eruptions = Fjöldi gosa
Inactive = Óvirkt
Active = Virkt
Dormant = Sofandi
Extinct = Útbrunnið

Þetta tengist óneitanlega því sem þið voruð að ræða; hvaða skilgreiningu 
ætlið þið að nota til að skilgreina virk eldfjöll?

Venjuleg er talað um virkar eldstöðvar þar sem gosið hefur á síðustu 
10.000 árum (gos á nútíma - eftir ísaldarskeið), sjá t.d.: 
<https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5316>.
Ég hef hinsvegar hitt franska jarðfræðinga sem miða við 100.000 ár (til 
að ná eldfjöllunum í Auvergne inn fyrir rammann), en svo eru einhverjir 
jarðeðlisfræðingar sem miða við þann tíma sem kvikuhólf geta tekið í að 
fyllast og kvikuna að skiljast ( => líparítsprengigos eins og í 
Öræfajökli = u.þ.b. 400 ár). Í þessu síðasta tilfelli væri með 
öryggismörkum sennilega miðað við að virkar eldstöðvar hafi gosið á 
síðustu 1.000 árum, annars teljist þær "sofandi".

Almenningur skilur þetta hugsanlega allt öðruvísi, spurningin er við 
hvað ætti að miða? Mér finnst sjálfum eðlilegast að miða við þessar 32 
eldstöðvar á eldfjallavefsjánni.

Bkv,
Sveinn í Felli

Þann 27.1.2020 14:33, skrifaði Thorir Jonsson:
> Það er ekki slæm hugmynd Morten.
> 
> Það er hægt að finna upplýsingar um stöðu þeirra á íslensku
> eldfjallavefsjánni: http://islenskeldfjoll.is/
> 
> Ég veit ekki hvernig er með höfundarrétt á þessum upplýsingum en geri ráð
> fyrir því að það ætti að vera auðvelt að fá að nota þau í OSM ef maður
> biður fallega.
> 
> Kv. Þórir Már
> 
> On Fri, Jan 24, 2020 at 5:57 PM Morten Lange via Talk-is <
> talk-is at openstreetmap.org> wrote:
> 
>> Hæ,
>>
>> Ætti ekki að bæta við nokkrum virkum eldfjöllum á Íslandi?
>> Sjá http://overpass-turbo.eu/s/Q4d
>>
>> Mér datt í hug amk
>> Hekla, Heimaey, Surtsey og Bárðarunga
>>
>> Svo eru fleiri hér og sennilega hægt að miða við þessu sem heimild:
>> http://www.islenskeldfjoll.is/
>>
>>
>> --
>> Regards / Kveðja / Hilsen Morten Lange
>>
>> ----- Forwarded message -----
>> *From:* Mateusz Konieczny via Tagging <tagging at openstreetmap.org>
>> *To:* Tag discussion, strategy and related tools <
>> tagging at openstreetmap.org>
>> *Cc:* Mateusz Konieczny <matkoniecz at tutanota.com>
>> *Sent:* Friday, 24 January 2020, 14:13:37 CET
>> *Subject:* Re: [Tagging] Active volcanoes
>>
>> There is some documentation at
>> https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:natural%3Dvolcano
>>
>> Note that wiki is not binding and may be wrong.
>>
>> Also, there are apparently multiple ways
>> to classify volcano activity
>>
>> See for example
>> https://simple.m.wikipedia.org/wiki/List_of_active_volcanoes
>>
>>
>> 24 Jan 2020, 14:04 by cascafico at gmail.com:
>>
>> vHello ML!
>> this query [1] is supposed to display active volcanes. I made some
>> research using Sentinel-2 browser, but it happens that most volcanoes
>> doesn't have an infrared response [2].
>>
>> Which is the criteria to tag volcanoes as volcano:status=active?
>>
>>
>> [1] http://overpass-turbo.eu/s/Q3E
>> [2] http://bit.ly/30OIUKw
>>
>> _______________________________________________
>> Tagging mailing list
>> Tagging at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/tagging
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Tagging mailing list
>> Tagging at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/tagging
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
> 
> 
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> 




More information about the Talk-is mailing list