[Talk-is] Mörk sveitarfélaga
Tómas Ingi Hrólfsson
tomasingi00 at gmail.com
Sat Dec 17 19:55:38 UTC 2022
Það er í sjálfu sér ekki vandamál að á sé í mörgum hlutum. Lausnin í þeim
tilfellum (sem er nauðsynleg fyrir mjög langar ár; hámarksfjöldi hnúta í
leið á OSM er 2000) er að búa til vensl, sjá til dæmis venslin fyrir Þjórsá
(https://www.openstreetmap.org/relation/6074187)
Ég held líka að mismunur á því hvar áin er og hvar mörk sveitarfélaganna
eru hjá LMÍ séu frekar afleiðingar af ónákvæmni, eða af því að áin færist
hægt og bítandi með tímanum. Í þeim tilfellum er líklegra en ekki að mörkin
séu skilgreind út frá raunverulegri staðsetningu árinnar; mörk
sveitarfélaga eru venjulega skilgreind út frá slíkum kennileitum frekar
heldur en út frá nákvæmum hnitum.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20221217/7d62c7ea/attachment.htm>
More information about the Talk-is
mailing list