[Talk-is] OpenStreetMap kort af Akraneskaupstað

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Thu Dec 18 05:28:08 GMT 2008


Ég vildi vekja athygli Akraneskaupstaðar á því að Akranes er
nýlega komið á OpenStreetMap kortið, en OpenStreetMap (OSM) er
samvinnukorteverkefni með það að marmiði að búa til frjálst
(og ókepis) kort af allri plánetunni:

  Akranes á OSM:
http://openstreetmap.org/?lat=64.3202&lon=-22.0633&zoom=13&layers=B000FTF
  Nánari upplýsingar um verkefnið: http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Main_Page

Það er líka undirverkefni fyrir Ísland og samsvarandi póstlisti:

  http://wiki.openstreetmap.org/index.php/WikiProject_Iceland
  http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Kortið eins og það stendur í dag er nokkuð tæmandi hvað
vegakerfið varðar en marga aðra hluti vantar inn á það,
t.d. göngu- og hjólastíga, verslanir og veitingarhús,
almenningsgarða, minnismerki og söfn svo eitthvað sé nefnt. Enda
var það búið til með því að ferðast um bæinn með GPS tæki.

Það sem ég vil hér með óska eftir frá Akraneskaupstað fyrir hönd
OpenStreetMap verkefnisins eru frekari kortagögn frá
sveitarfélaginu undir frjálsu leyfi (sjá neðar) til að hægt sé að
bæta OSM kortið af svæðinu enn frekar. Það væri sveitarfélaginu
að mörgu leiti til hagsbóta að gefa þau gögn sem nú eru notuð til
að viðhalda aðalskipulagi og öðrum álíka grunnum inn í
OSM. Fyrirtæki í bænum sem ekki eru nú á kortinu gætu á auðveldan
hátt auglýst þjónustu sína og staðsetningu á vefsíðum sínum og
víðar með kortagögnum frá okkur, ferðamenn um bæinn gætu hlaðið
inn kortinu á GPS tæki sín og farsíma svo eitthvað sé nefnt.

Varðandi leyfis- og höfundaréttarmál er allt efni á OpenStreetMap
gefið út undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0
leyfinu sem tryggir hverjum sem er afnot af gagnasafninu auk
rétts til að deila því áfrám svo lengi sem höfunda er getið og
efnið er áfrám gefið undir sama leyfi, hægt er að lesa allt
leyfið hér: http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/

Til þess að OSM verkefnið geti notað utanaðkomandi gögn þarf
rétthafi eða rétthafar fyrir þeim (t.d. fulltrúi bæjarstjórnar ef
bærinn er leyfishafi) að skrifa upp á að gögnin megi nota undir
þessu leyfi svo hægt sé að nota þau til kortagerðar.

Þegar það er komið er það praktískt vandamál hvernig við notum
hver þau gögn sem þið egið til að teikna upp kort í OSM grunninum
og er það eitthvað sem eflaust er hægt að leysa á einfaldan hátt
enda er OSM þegar að nota mikið af gögnum frá hinum ýmsu stöðum.


More information about the Talk-is mailing list