[Talk-is] Nokkrar spurningar
Snorri Guðjón Sigurðsson
HA060314 at unak.is
Wed Nov 12 15:37:36 GMT 2008
Góðann daginn,
Snorri Guðjón Sigurðsson heiti ég og er í námi við Háskólann á Akureyri. Ég er nýliði og nýbyrjaður að fikta við OSM og finnst þetta bráðsnjallt. Ég bý í Aðaldal og ætla að vera duglegur næstu mánuði að uppfæra Þingeyjarsveit og svæðið í kringum Húsavík.
Mig vantar að vita hvort einhver hér getur leiðbeint mér með eftirfarandi vandamál. Mig langar að setja upp server á vélinni hjá mér og sækja Íslandshluta OSM og gera tilraunir þannig á kortinu. Ég er með Vista-stýrikerfið. Eftir að hafa lesið newbie póstinn þá finnst mér það ekki alveg nógu skýrt hvernig þetta yrði gert.
Með fyrirfram þökk,
Snorri G. Sigurðsson
More information about the Talk-is
mailing list