[Talk-is] Nokkrar spurningar

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Wed Nov 12 16:56:29 GMT 2008


2008/11/12 Snorri Guðjón Sigurðsson <HA060314 at unak.is>:
> Góðann daginn,
>
> Snorri Guðjón Sigurðsson heiti ég og er í námi við Háskólann á Akureyri. Ég er nýliði og nýbyrjaður að fikta við OSM og finnst þetta bráðsnjallt. Ég bý í Aðaldal og ætla að vera duglegur næstu mánuði að uppfæra Þingeyjarsveit og svæðið í kringum Húsavík.
>
> Mig vantar að vita hvort einhver hér getur leiðbeint mér með eftirfarandi vandamál. Mig langar að setja upp server á vélinni hjá mér og sækja Íslandshluta OSM og gera tilraunir þannig á kortinu. Ég er með Vista-stýrikerfið. Eftir að hafa lesið newbie póstinn þá finnst mér það ekki alveg nógu skýrt hvernig þetta yrði gert.

Sæll Snorri og gaman að þú sért að hjálpa til að bæta þitt svæði!

Það sem þú þarft að gera er að sækja alla plánetuna (Planet.osm) sem
er næstum 100 GB og ná í Ísland úr því með tólum sem filtera skrána
eftir landsvæðum. Eða þú getur notað OSM skrá af Íslandi sem einhver
annar hefur búið til á þennan hátt, sem er það sem ég geri með Garmin
kort mitt af Íslandi[1] en ég næ í Íslandskortið af geofabrik.de[2]
sem er uppfært u.þ.b. daglega.

Ef þú tilgreinir eitthvað frekar hvað þú ætlar þér að gera getur vel
verið að ég geti hjálpað þér eitthvað frekar. Eitt sem ég verð þó að
vara þig við fyrirfram er að það getur vel verið að sum tólana sem þú
þarft fyrir OpenStreetMap gagnavinnslu virki betur á Unix kerfum en
Windows Vista.

1. http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Garmin_map_of_Iceland
2. http://download.geofabrik.de/osm/europe/iceland.osm.bz2


More information about the Talk-is mailing list