[Talk-is] Nokkrar spurningar
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Wed Nov 12 21:48:25 GMT 2008
2008/11/12 Snorri Guðjón Sigurðsson <HA060314 at unak.is>:
> Ég er að vinna lokaverkefni í tölvunnarfræði við Háskólann á Akureyri. Mig langar að nýta mér OSM til þess að birta upplýsingar um Háskólann á Akureyri með t.d. SlippyMap. einnig yrði hluti af mínu verkefni að bæta við einhverjum "fídus" við OSM (þessi hluti verkefnisins er ennþá í vinnslu). Til þess að geta áttað mig betur á hvernig OSM virkar langaði mig að setja upp minn eigin OSM server og gera síðan tilraunir á honum.
>
> Það sem ég er búinn að gera:
>
> Setja upp Ruby og Rails (samkvæmt leiðbeiningum á wikiinu)
> Sækja Iceland.osm
Ég býst við að þú sért búinn að setja upp gagnagrunninn og aðra tengda
hluti sem farið er yfir í rails leiðbeiningunum[1]. Til að koma svo
Iceland.osm inn í gagnagrunninn þinn þarft þú að nota osmosis[2].
Þegar þú segist ætla að nota OSM til að birta upplýsingar um Háskólann
á Akureyri áttu þá við að kortleggja háskólasvæðið? Ef það er
tilfellið myndir þú vilja koma þeim breytingum inn í
aðalgagnagrunninn.
1. http://wiki.openstreetmap.org/index.php/The_Rails_Port
2. http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Osmosis#Example_Usage
More information about the Talk-is
mailing list