[Talk-is] Beðni um kortagögn sem sýna HÍ undir frjálsu leyfi til notkunar á OpenStreetMap og víðar

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Nov 18 23:59:09 GMT 2008


Mér skilst að Elías kerfisstjóri hafi talað eitthvað við þig, en
allavegana, það sem ég vil biðja þig um eru kortagögn af svæði
Háskóla Íslands undir frjálsu leyfi svo hægt sé að bæta þeim á
OpenStreetMap kortið. En OpenStreetMap er samvinnuverkefni (wiki,
svipað og Wikipedia) með það markmið að búa til kort af allri
heimsbyggðini undir leyfi sem leyfir frjáls afnot af
undirliggjandi kortagögnunum.

Kortið: http://openstreetmap.org/
Wiki síða:http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Main_Page

Það er líka undirverkefni fyrir Ísland og samsvarandi póstlisti:

http://wiki.openstreetmap.org/index.php/WikiProject_Iceland
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Það sem Háskólinn fengi út úr þessu væri gott kort (gæðin fara
eftir því hversu nákvæm gögn við fáum frá ykkur) sem hann og
aðrir gætu notað, háskólasvæðið er núna svolítið fátæklegt:

http://informationfreeway.org/?lat=64.13891549841388&lon=-21.948638530537483&zoom=15&layers=B0000F000F

En hér eru til samanburðar nokkur vel teiknuð háskólasvæði á
OpenStreetMap: http://weait.com/bestcampus

Háskólinn gæta svo notað kortið á vefsíðu sinni og í öðru útgefnu
efni, eins og t.d. hæstiréttur þýskalands gerir:
http://www.bundesverfassungsgericht.de/organisation/anfahrt.html

Best væri að fá gögnin send sem mynd í réttum hlutföllum að svæðinu
séð ofanfrá, hér sést t.d. hvernig háskóli í bandaríkjunum hefur verið
teiknaður
upp eftir korti útgefnu af viðkomandi háskóla:
http://wrp.geothings.net/mapscans/warped/203

Varðandi leyfis- og höfundaréttarmál er allt efni á OpenStreetMap
gefið út undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0
leyfinu sem tryggir hverjum sem er afnot af gagnasafninu auk
rétts til að deila því áfrám svo lengi sem höfunda er getið og
efnið er áfrám gefið undir sama leyfi, hægt er að lesa allt
leyfið hér: http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/

Til þess að OSM verkefnið geti notað gögn frá HÍ þyrfti háskólinn
að gefa til kynna að gögnin megi nota undir þessu leyfi svo hægt
sé að nota þau til kortagerðar.


More information about the Talk-is mailing list