[Talk-is] [Fwd: Re: [Fwd: Fw: Beðni um kortagögn sem sýna HÍ undir frjálsu leyfi til notkunar á OpenStreetMap og víðar]]

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Mon Nov 24 19:33:51 GMT 2008


Sæll Gunnar, takk fyrir leyfið til að nota þessi kort undir frjálsu
leyfi. Ég sendi afrit af þessum pósti (og restinni af bandormnum) til
OpenStreetMap póstlistans svo það séu til heimildir um leyfið ef
einhver vafi er um það í framtíðinni.

Ég er þegar búinn að taka PDF vektorkortin og breyta þeim í SVG
vektormyndir og setja þær á Wikimedia Commons sem er gagnabanki fyrir
efni undir frjálsum notkunarleyfum:
http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Campus_Maps_of_University_of_Iceland

Ég mun svo teikna upp þessar byggingar og umhverfi þeirra í
OpenStreetMap við fyrsta tækifæri og mun láta ykkur vita þegar það er
komið.

Varðandi byggingarkortin væri ágætt að fá þau líka, þau gagnast ekkert
mjög mikið í OpenStreetMap nema til að fá útlínur bygginganna þar sem
það kortaverkefni kortleggur ekki enn sem komið er innviði bygganga,
en kannski vill einhver annar nota þau á svipaðan hátt og OSM.

2008/11/21 Gunnar Grímsson <gunnar at where.is>:
> Hæ gæ
>
> Þetta er hið besta mál.
>
> Best er ef þú notar kortin sem voru notuð á nýja vefnum því þau eru
> up-to-date.
>
> Með fylgir PDF af yfirlitskortunum, hin kortin eru síðan nákvæm kort af
> byggingum sem ég hugsa að þér finnist ekki áhugaverð :)
>
> Láttu mig vita hvort þetta virkar svona.
>
> kk
> gunnar
>
> -------- Original Message --------
> Subject: Re: [Fwd: Fw: Beðni um kortagögn sem sýna HÍ undir frjálsu leyfi
> til notkunar á OpenStreetMap og víðar]
> Date: Thu, 20 Nov 2008 20:25:11 +0000
> From: Dagny Reykjalin <dreykjalin at gmail.com>
> To: Gunnar Grímsson <gunnar at where.is>
> References: <4925A31D.3010309 at where.is>
>
> gleymdi að spyrja.. er ekki bara hægt að nota pdf útgáfurnar af þessu
> (vektor)?
> láttu vita ef ég á að senda þær eitthvert (á Ævar t.d.)
>
> kv,
> Dagný Reykjalín
> grafískur hönnuður FÍT / vefhönnuður
> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
>
> dagny at reykjalin.com
> www.reykjalin.com
>
>
> On Nov 20, 2008, at 5:49 PM, Gunnar Grímsson wrote:
>
>>>>
>> Það er verið að biðja um að fá að nota kortin okkar sem þú smíðaðir
>> sem grunn í OpenStreetMap, er það ekki í lagi þín vegna?
>>
>> kk
>> gunnar
>>
>> -------- Original Message --------
>> Subject:
>> Fw: Beðni um kortagögn sem sýna HÍ undir frjálsu leyfi til notkunar
>> á OpenStreetMap og víðar
>> Date:
>> Wed, 19 Nov 2008 15:35:47 +0000
>> From:
>> Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl <sil at hi.is>
>> To:
>> gunnar.grimsson at hi.is
>>
>>
>>
>> Hæ Gunnar.
>>
>> Gætum við ekki látið Ævar hafa kortin sem þið létuð útbúa fyrir
>> vefinn? Hvað segir þú um það?
>>
>> Bestu kveðjur, Silla.
>>
>>
>> ---------------------------------------------------------------------------------
>> Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl, MBA, skrifstofustjóri/Office Manager
>> Framkvæmda- og tæknisvið/Operations and Resources
>> Háskóli Íslands/University of Iceland
>> Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
>> sími: 525 4922/Telephone: +354 525 4922
>> sil at hi.is
>>
>> ---------------------------------------------------------------------------------
>>
>>
>> ----- Forwarded by Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl/HI/IS on 19.11.2008
>> 15:34 -----
>> "Ævar Arnfjörð Bjarmason" <avarab at gmail.com>
>> 18.11.2008 23:59
>>
>> To
>> "Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl" <sil at hi.is>, talk-is at openstreetmap.org
>> cc
>>
>> Subject
>> Beðni um kortagögn sem sýna HÍ undir frjálsu leyfi til notkunar á
>> OpenStreetMap og víðar
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>> Mér skilst að Elías kerfisstjóri hafi talað eitthvað við þig, en
>> allavegana, það sem ég vil biðja þig um eru kortagögn af svæði
>> Háskóla Íslands undir frjálsu leyfi svo hægt sé að bæta þeim á
>> OpenStreetMap kortið. En OpenStreetMap er samvinnuverkefni (wiki,
>> svipað og Wikipedia) með það markmið að búa til kort af allri
>> heimsbyggðini undir leyfi sem leyfir frjáls afnot af
>> undirliggjandi kortagögnunum.
>>
>> Kortið: http://openstreetmap.org/
>> Wiki síða:http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Main_Page
>>
>> Það er líka undirverkefni fyrir Ísland og samsvarandi póstlisti:
>>
>> http://wiki.openstreetmap.org/index.php/WikiProject_Iceland
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>> Það sem Háskólinn fengi út úr þessu væri gott kort (gæðin fara
>> eftir því hversu nákvæm gögn við fáum frá ykkur) sem hann og
>> aðrir gætu notað, háskólasvæðið er núna svolítið fátæklegt:
>>
>>
>> http://informationfreeway.org/?lat=64.13891549841388&lon=-21.948638530537483&zoom=15&layers=B0000F000F
>>
>> En hér eru til samanburðar nokkur vel teiknuð háskólasvæðiá
>> OpenStreetMap: http://weait.com/bestcampus
>>
>> Háskólinn gæta svo notað kortið á vefsíðu sinni og í öðru útgefnu
>> efni, eins og t.d. hæstiréttur þýskalands gerir:
>> http://www.bundesverfassungsgericht.de/organisation/anfahrt.html
>>
>> Best væri að fá gögnin send sem mynd í réttum hlutföllum að svæðinu
>> séð ofanfrá, hér sést t.d. hvernig háskóli í bandaríkjunum hefur verið
>> teiknaður
>> upp eftir korti útgefnu af viðkomandi háskóla:
>> http://wrp.geothings.net/mapscans/warped/203
>>
>> Varðandi leyfis- og höfundaréttarmál er allt efni á OpenStreetMap
>> gefið út undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0
>> leyfinu sem tryggir hverjum sem er afnot af gagnasafninu auk
>> rétts til að deila því áfrám svo lengi sem höfunda er getið og
>> efnið er áfrám gefið undir sama leyfi, hægt er að lesa allt
>> leyfið hér: http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/
>>
>> Til þess að OSM verkefnið geti notað gögn frá HÍ þyrfti háskólinn
>> að gefa til kynna að gögnin megi nota undir þessu leyfi svo hægt
>> sé að nota þau til kortagerðar.
>>
>
>


More information about the Talk-is mailing list