[Talk-is] [Fwd: Re: [Fwd: Fw: Beðni um kortagögn sem sýna HÍ undir frjálsu leyfi til notkunar á OpenStreetMap og víðar]]

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Fri Nov 28 19:24:18 GMT 2008


2008/11/26 Gunnar Grímsson <gunnar at where.is>:
>> Ég mun svo teikna upp þessar byggingar og umhverfi þeirra í
>> OpenStreetMap við fyrsta tækifæri og mun láta ykkur vita þegar það er
>> komið.

Þegar þetta er skrifað er mestallt meginháskólasvæðið í vesturbæ og
vatnsmýri komið inn á OSM kortið:

http://informationfreeway.org/?lat=64.13833051505968&lon=-21.950290770932785&zoom=16&layers=B0000F000F

>> Varðandi byggingarkortin væri ágætt að fá þau líka, þau gagnast ekkert
>> mjög mikið í OpenStreetMap nema til að fá útlínur bygginganna þar sem
>> það kortaverkefni kortleggur ekki enn sem komið er innviði bygganga,
>> en kannski vill einhver annar nota þau á svipaðan hátt og OSM.
> Sælir
>
> Öll PDF skjölin eru á http://hi.is/kort
>
> Við erum ekki búin að taka ákvörðun um license fyrir þetta en augljóslega
> erum við samt að tala um að leyfa fólki að nota kortin, það á bara eftir að
> formgera það.

Ég vona samt að það sé rétt skilið hjá mér að stóru yfirlitskortin
(þ.e. ekki sérkortin af byggingunum) fáum við leyfi til að nota undir
CC-BY-SA 2.0 leyfinu sem OSM notar. Að gögnin séu undir slíku leyfi
eða einhverju slakara leyfi (t.d. "öll notkun heimil svo lengi sem
heimilda er getið") er forsenda fyrir að þessi gögn sem eru kominn inn
í OSM grunnin geti verið þar áfrám, þar sem allur grunnurinn er gefinn
út undir frjálsu notkunarleyfi.


More information about the Talk-is mailing list