[Talk-is] Vallar- og Helluhverfi í Hafnarfirði
Christoph L. Hess
christoph at hess-familie.de
Sun Dec 27 00:23:01 GMT 2009
GPS tæki: held sé best að kaupa Garmin GPS tæki (þetta á ekki að vera
auglysing...).
ég er að nota Garmin etrax Vista HCx (kostar um 40.000 ISK hjá elko) og
er mjög ánægð. Þetta er svona GPS tæki fyrir gangandi fólk en virkar
jafnvel í bílnum, en ekki eins sog svona sérstakt GPS-tæki fyrir bíla
með stóran skjár og leiðarútreikning og "talar" ekki. Mjög auðvelt að
safna punktur og setja á OSM.
En ég veit ekki hvort svona Garmin nüvi bíla-GPS-tæki getur safnað
punktur? þú þarfst auka software, en samt er það ekki alveg gott og gæti
verið að virki ekki
(http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Garmin/N%C3%BCvi_series).
Vonandi íslenskan min var skiljanleg... :-)
Gleðileg jól
Christoph
Am 25.12.2009 22:14, schrieb Svavar Lúthersson:
> Hæ.
>
> Ég er nokkuð nýr á þessum póstlista en frétti þó af OSM fyrir eitthvað
> um ári síðan þegar ég reyndi að redda ókeypis korti á Garmin tækið mitt.
> Ævar rifjaði upp kynni mín af OSM verkefninu þegar hann kom með
> tilkynningu um gengi þess síðastliðið ár á FSFÍ póstlistann.n a Stuttu
> eftir það nefndi ég á sama póstlista að ég myndi glaður redda punktum ef
> ég fengi lánað tilsvarandi tæki. Baldvin hjá Rögg stökk á það boð og
> sótti ég tækið til hans svo ég gæti safnað punktum yfir eina helgi. Þar
> sem ég gat ekki tekið þá úr tækinu sendi hann mér punktana og setti ég
> þá inn með hjálp JOSM. Það ferli tók enga stund miðað við þann tíma sem
> það tók að safna þeim.
>
> Reynslan var nokkuð dýrmæt þar sem ég bæði safnaði punktum fyrir OSM og
> kynntist nágrenninu betur (í sumum tilvikum rifjaði ég þau upp).
> Nágrennið sem um ræðir er Vallarhverfið í Hafnarfirði ásamt
> Helluhverfinu (iðnaðarhverfi) en þið ættuð að geta séð afraksturinn á
> OSM vefnum. Í einhverjum tilvikum þurfti ég að leiðrétta punkta en í
> langflestum tilvikum bætti ég þeim við. Því miður skráði ég ekki alltaf
> hvað göturnar hétu svo að sumar þeirra eru nafnlausar þessa stundina.
> Einnig yfirsást mér nokkrar götur en ég setti þær á OSM bugs. Ef einhver
> hefur tillögur um það sem mætti fara betur hjá mér er það velkomið.
>
> Það væri betra ef ég þyrfti ekki alltaf að fá tæki að láni og langar mig
> því að kaupa mitt eigið tæki punktasöfnunartæki. Það væri betra upp á að
> geta safnað punktum án mikils fyrirvara og í smærri skömmtum. Review
> listinn á OSM er (því miður) alltof stór og torlesinn svo ég efast um að
> ég muni nokkurn tímann getað notað hann til að finna hentugt tæki. Ég
> væri þakklátur ef þið getið bent á ákveðið tæki sem ég ætti að geta
> notað hvort sem það er í bíl eða fótgangandi. Það má alveg kosta nokkra
> þúsundkalla og þarf ekki að vera ódýrasta tækið á markaðnum (þó ekki of
> dýrt).
>
> Það er mikið verk fyrir höndum í Hafnarfirðinum þar sem það vantar mikið
> af götum. Sem Hafnfirðingi sárnar mér að sjá götuskortinn í Hafnarfirði
> og langar mig að bæta úr því sem fyrst. Bara svo þið fáið nasaþef af því
> sem þarf að laga er hér grófur listi.
>
> Vantar í Hafnarfirði:
> * Góður hluti af Hvömmunum.
> * Götur hér og þar í Holtinu.
> * Götur hjá suðurhluta hafnarinnar (Suðurhöfn).
> * Nokkuð margar götur sunnan Lækjargötu.
> * Góður hluti gatnanna sem liggja út frá Hlíðarbergi (afgangurinn af
> Setberginu virðist vera nokkuð ítarlegur).
> * Vantar götur í miðbænum.
> * Vantar mikið af götum í Hraununum vestan Fjarðarhrauns.
> * "Gamli bærinn" að mestu ókortlagður.
>
> Vantar í nágrenni Hafnarfjarðar:
> * Ýmislegt milli Hafnarfjarðar og Álftaness (vegir, sveitabæir o.s.frv.)
> * Ýmsir bæir á Álftanesinu (aðallega þeir sem eru að Suðurnesvegi og
> Norðurnesvegi).
> * Götur hjá Stígunum á Álftanesi ásamt tilheyrandi sveitabæjum.
> * Eiginlega allt Ásahverfið í Garðabæ.
>
> Ef ég kemst ekki í þetta eða einhver vill hjálpa mér með þetta, þá hafið
> þið allavega listann.
>
More information about the Talk-is
mailing list