[Talk-is] Póstnúmer inn á kortið
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Thu Jan 15 10:49:13 GMT 2009
2009/1/15 Daníel Gunnarsson <danielgunnars at gmail.com>:
> 2009/1/15 Arnar Birgisson <arnarbi at gmail.com>:
>> 2009/1/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>> 2009/1/14 Daníel Gunnarsson <danielgunnars at gmail.com>:
>>>> Var að hugsa um möguleigar leiðir til að koma póstnúmerum inn á kortið
>>>>
>>>> Inn á vefsíðu Íslandspósts er m.a. póstnúmera og gatnaskrá
>>>> http://www.postur.is/desktopdefault.aspx/tabid-145/
>>>>
>>>> Um notkunarskilmála segir
>>>> * Leyfð er ótakmörkuð gjaldfrjáls notkun á skránum bæði fyrir
>>>> einstaklinga og fyrirtæki.
>>>> * Skrárnar má fella inn í tölvukerfi til að stuðla að réttri skráningu
>>>> á póstnúmerum, götum og bæjarnöfnum fyrir póstáritanir og
>>>> heimilisföng.
>>>> * Óheimilt er að setja þessar skrár beinnt upp á eigin vefsíðu til
>>>> dreifingar, notið frekar tilvísun á þessa síðu.
>>>>
>>>> Er þetta nóg til þess að við getum notað skránna sem source fyrir póstnúmer?
>>>
>>> Ekki eins og þetta er skrifað þarna, þar sem við værum að dreifa þessu
>>> óháð þeim og undir leyfi sem hefur ekki þessa tilteknu skilmála.
>>
>> Ég er sammála því að betra er að fá OK hjá Póstinum, en af hverju ætti
>> þetta ekki að vera nóg? Ótakmörkuð notkun er leyfð og skrárnar má
>> fella inn í tölvukerfi (OSM myndi teljast tölvukerfi). Það eina sem
>> ekki má er að hýsa skrárnar beint (þ.e. óbreyttar).
>>
>> kv,
>> Arnar
>>
>
> Ég er sammála þér með þetta. Ef þeir leyfa okkur að fella þetta inn í
> okkar tölvukerfi geta þeir varla verið að banna okkur að dreifa
> gögnunum með tölvukerfinu undir leyfi að okkar vali.
Við erum að nota CC-BY-SA 2.0 (og erum reyndar líkast til að fara
skipta yfir í annað leyfi, en það er annað mál). Almennt séð er það
forsenda fyrir því að hægt sé að taka höfundaréttvarið efni frá
uppruna A og fella það inn í B að A tilgreini ekki takmarkanir á
notkun þess sem gilda ekki einnig um B.
Ég get ekki séð betur en að þessir þrír punktar frá póstinum setji
okkur afmarka sem gilda ekki um CC-BY-SA 2.0, og því sé ekki að
óbreyttu máli hægt að nota þessi gögn í OSM, sér í lagi:
> Leyfð er ótakmörkuð gjaldfrjáls notkun á skránum bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hérna eru þeir að leyfa ótakmarkaða notkun en setja svo annmörk í
næstu 2 punktum.
> Skrárnar má fella inn í tölvukerfi til að stuðla að réttri skráningu á póstnúmerum, götum og bæjarnöfnum fyrir póstáritanir og heimilisföng.
Frjáls notkunarleyfi tilgreina ekki takmörkanir á því hvað má nota
hluti í. Ef þetta væri gefið undir CC-BY-SA gæti hver sem er notað
gögnin til einhvers allt annars en að stuðla að réttri skráningu á
póstnúmerum, t.d. til að rannsaka stafatíðni í götuheitum almennt, eða
- til að benda á það augljósa - til að setja upp tölvukerfi sem
stuðlar að rangri skráningu póstnúmera. Þetta er leyfilegt undir
CC-BY-SA, en ekki þessu leyfi eftir því sem ég fæ best séð.
> Óheimilt er að setja þessar skrár beinnt upp á eigin vefsíðu til dreifingar, notið frekar tilvísun á þessa síðu.
Ef við flytjum þetta inn í grunninn okkar undir okkar leyfi er hægt að
gera nánast hvað sem er með þau, þ.á.m. að taka þessi póstgögn út
aftur og raða þeim saman á sambærilegan máta við upprunalegu
póstskránna, ef afraksturinn yrði hýstur einhverstaðar myndi það
brjóta á þessum lið.
More information about the Talk-is
mailing list