[Talk-is] Tile server fyrir Ísland

baldvin at baldvin.com baldvin at baldvin.com
Tue Jul 7 14:49:09 BST 2009


Sæl.

 

Eftir nokkra skoðun er búið að ákveða að setja upp tile server sem renderar
Ísland sérstaklega. Þjónninn verður notaður til að styðja við depill.is en
ef okkur tekst að hafa bandbreiddarmál í lagi ætti hann að geta nýst þeim
öðrum sem áhuga hafa á okkar skilningi á framsetningu á gögnunum sem eru
skráð fyrir Ísland. Okkur finnst of margt skráð sem almenni osm tile
þjónninn skilur útundan í dag auk þess sem við höfum áhuga á að setja inn
hluti sem ólíklegt er að verði renderaðir af þjóninum hjá osm í bráð.

 

Ég er opinn fyrir athugasemdum eða ábendingum um atriði sem við ættum eða
ættum ekki að hafa í stylesheetinu sem við erum að byggja núna fyrir þetta.
Einnig ef þið vitið um gott stylesheet sem við ættum að byggja á frekar en
annað, eða hafið athugasemdir við þessa fyrirætlan af nokkru tagi, þá væri
gaman og nauðsynlegt reyndar að heyra þær.

 

Nú, og ef einhver er að reka þjón af þessu tagi nú þegar, þá er e.t.v. betra
að sameina kraftana um þann rekstur frekar en að setja upp annan þjón. M.a.
þess vegna vildi ég koma ofangreindu á framfæri.

 

Með þökk,

Baldvin

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20090707/36a093a4/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list