[Talk-is] Hvernig getum við stækkað OpenStreetMap á Íslandi?

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Jul 7 15:48:59 BST 2009


Ég var nýlega að lesa áhugaverðan bloggpóst á geofabrik blogginu um
hvernig á að byggja upp samfélag í kringum OpenStreetMap, eins og
hefur tekist vel til í þýskalandi:

    http://blog.geofabrik.de/?p=13

Þarna eru margir áhugaverðir punktar um hvernig má auka þáttöku í
verkefninu, meðal annars:

* Að skrifa kynningarefni á tungumáli sem fólk kann - Íslensku

T.d. vefsíður, wiki-síður og kynningarbæklinga. Þótt flestir skilji
ensku er alltaf mun auðveldara að lesa hluti á Íslensku fyrir flesta,
sérstaklega þegar kemur að tæknilegu efni.

* Fá OSM í fjölmiðla

T.d. með því að bjóða þeim með á kortateiti svo þeir geti séð þetta
óvenjulega hobbý egin augum.

* Auglýsa

Auglýsa OSM meðal aðila sem hafa líkast til áhuga á verkefninu, t.d.
hjólaklúbba og ferðafélaga og fá það fólk í lið með sér.

===

Ég var að enda við að kaupa openstreetmap.is og osm.is (sem verða
samnefni) og planið er að koma þeim í loftið sem kynningarsíðum með
tengla í skjölun um verkefnið, wiki-ið, áhugaverða hluti eins og
Garmin kortið o.f.l. Þar verður að sjálfsögðu líka Íslandskort,
kannski með egin renderingu og hýst á Íslandi.

Hvað finnst ykkur? Endilega komið með hugmyndir um hvernig má stækka verkefnið.




More information about the Talk-is mailing list