[Talk-is] Hvernig getum við stækkað OpenStreetMap á Íslandi?

baldvin at baldvin.com baldvin at baldvin.com
Thu Jul 9 02:15:14 BST 2009


> -----Original Message-----
> From: talk-is-bounces at openstreetmap.org [mailto:talk-is-
> bounces at openstreetmap.org] On Behalf Of Ævar Arnfjörð Bjarmason
> Sent: 7. júlí 2009 14:49
> To: OpenStreetMap á Íslandi
> Subject: [Talk-is] Hvernig getum við stækkað OpenStreetMap á Íslandi?
> 

...

> Hvað finnst ykkur? Endilega komið með hugmyndir um hvernig má stækka
> verkefnið.

Ég hef grun um að það sé betra að skipta gagnasöfnun og innslætti upp (kannski gert nú þegar, eða menn vilja þetta einmitt ekki þannig... vil allavega koma þessari skoðun/hugmynd á framfæri hér samt, sparkið í mig eins og þarf með öðrum flötum á málinu). Þ.e. ég sé fyrir mér að við fáum fólk til að taka þátt í söfnun ef við hjálpum því við að gera hana aðgengilega. Og finnst líklegt að það sé betra að innsetning gagna sé í höndum frekar færri en fleiri aðila sem hafa tilfinningu fyrir því hvaða tögg eru í gangi, hvernig er best að standa að innsetningu svo hún sé skilvirk og vel gerð o.s.frv.

Ekki að ég vilji gera lítið úr því að við getum öll sett inn gögn o.s.frv. Alls ekki, það er lykilatriði. Það sem ég á við er að fyrir hvern einn aðila sem er góður í að setja inn gögn væri líklega auðveldara að finna tíu aðila sem eru til í að safna gögnum hér og þar og leggja til fyrir innsetningu.

Ef ég nálgast einhvern og bið hann að safna gögnum með tólum sem ég læt honum í hendur sem leiða viðkomandi áfram í söfnuninni fæ ég jákvæð viðbrögð. Ef ég bið sama aðila um að setja inn í gagnagrunninn, tagga eins og hægt er o.s.frv. ... þá fæ ég bara tómt augnaráð og "eh... ég kann ekki á tölvur" svar (jájá, svolítið almenn fullyrðing... en þetta er svona í grófum dráttum reynslan).

Mitt svar við þessu er núna að virkja aðila til söfnunar með tólum og tækjum sem við erum að útbúa. Þessir "kortamaurar" fara létt með að leika á þessi tæki því þau eru einföld og skilvirk. Hægt er að "ráðast" á svæði og surveyja það tiltölulega hratt og skipulega. Eftirvinnslan er svo í höndum aðila sem hefur vit á því hvað er heppilegast að gera þegar verið er að setja inn í osm gagnagrunninn.

Það sem við erum að reyna að gera er að búa til ferla og aðferðir (eða taka upp eftir öðrum sem hafa þegar útbúið slíkt með góðum árangri) sem hægt er að matreiða ofan í lítt reynda en vel meinandi einstaklinga sem gjarnan vilja leggja sitt af mörkum til að bæta osm. Þetta lækkar þröskuldinn sem fólk finnur fyrir þegar það er beðið um að leggja eitthvað af mörkum til verkefnisins.

Þetta er svona það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa um útvíkkun á verkefninu "söfnum gögnum í osm". Vonandi ekki alveg út í hött hugleiðingar.

Fyrstu kortamaurarnir mínir fara líklega á stjá í næstu viku. Ég hlakka til að sjá hvað kemur út úr því og byrja að setja þau gögn inn í grunninn í kjölfarið.

kv,
Baldvin



More information about the Talk-is mailing list