[Talk-is] Kort af Ásbrú, Reykjanesbæ

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Sat Jun 13 16:43:19 BST 2009


Óli Örn Eiríksson verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi
Keflavíkurflugvallar, hafði samband við mig og benti mér á að
íbúðarsvæðið Miðnesheiði héti ekki lengur Vallarheiði, heldur Ásbrú.
Einnig benti hann mér á þetta kort af svæðinu:
http://www.asbru.is/resources/Files/asbru_skilti_kort_v6.pdf

Hefur hann nú veitt okkur fullt leyfi til nýta þetta kort til að bæta
í OSM grunninn.

Ég er nú búinn að eyða góðum klukkutíma í að fá kortið inn í JOSM, en
hefur ekkert gengið.

Ég leiðrétti kortið með hjálp http://warper.geothings.net og reyni svo
að opna það með WMS viðbótinni við JOSM (Rectified image), það hefur
hinsvegar ekki gengið og fæ ég bara rauðar "exception occured" flísar.

Ef einhver hér vill prófa þá læt ég kortið fylgja með á png formi (pdf
útgáfuna er hægt að nálgast í hlekknum hér að ofan).

Bestu kveðjur
Þórir Már
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: asbru_skilti_kort_v6.png
Type: image/png
Size: 1913354 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20090613/9cf74376/attachment.png>


More information about the Talk-is mailing list