[Talk-is] Kort af Ásbrú, Reykjanesbæ

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Sat Jun 13 22:37:16 BST 2009


2009/6/13 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:
> Óli Örn Eiríksson verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi
> Keflavíkurflugvallar, hafði samband við mig og benti mér á að
> íbúðarsvæðið Miðnesheiði héti ekki lengur Vallarheiði, heldur Ásbrú.
> Einnig benti hann mér á þetta kort af svæðinu:
> http://www.asbru.is/resources/Files/asbru_skilti_kort_v6.pdf
>
> Hefur hann nú veitt okkur fullt leyfi til nýta þetta kort til að bæta
> í OSM grunninn.

Frábært, áður en við förum að bæta kortið er hér til samanburðar
útgáfa af Ásbrú eins og hverfið lítur út í dag, búið til með þessum
tengli:

http://tile.openstreetmap.org/cgi-bin/export?bbox=-22.6008,63.9569,-22.548,63.9827&scale=11500&format=png

> Ég er nú búinn að eyða góðum klukkutíma í að fá kortið inn í JOSM, en
> hefur ekkert gengið.
>
> Ég leiðrétti kortið með hjálp http://warper.geothings.net og reyni svo
> að opna það með WMS viðbótinni við JOSM (Rectified image), það hefur
> hinsvegar ekki gengið og fæ ég bara rauðar "exception occured" flísar.

Rectified image er annað, það sem þú átt að gera er að fara í Export ->
"WMS URL Link WMS link suitable for JOSM OpenStreetMap Editor" í map
warper til að fá WMS tengil. Svo ferðu í Preferences -> WMS í JOSM og
bætir við nýjum WMS server þar.

Svo veluru Ásbrú WMS serverinn úr sama lista og inniheldur Landsat sjálfgefið.

Þessi tengill virkar t.d.:
http://warper.geothings.net/maps/wms/817?request=GetMap&version=1.1.1&styles=&format=image/png&srs=epsg:4326&exceptions=application/vnd.ogc.se_inimage

En endilega póstaðu þínum WMS tengli, ég bætti bara við 4-5 rectify
punktum, en fann ekki myndina þína. Kannski merktiru hana sem private
en ekki public?

En þad verður flott að teikna eftir þessu, svo getum við notað
fyrir/eftir myndina í áróður til að senda fleiri einstaklingum og
stofnunum sem eiga mögulega gögn sem við getum fengið.
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: ?sbr?-2009-06-13.png
Type: image/png
Size: 347809 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20090613/5bb74126/attachment.png>


More information about the Talk-is mailing list