[Talk-is] Kort af Ásbrú, Reykjanesbæ
Thorir Jonsson
thorirmar at gmail.com
Sun Jun 14 20:59:35 BST 2009
Sæll Ævar, og aðrir lesendur.
Ég ræddi ekkert sérstaklega við Óla aðra notkun en í OSM, en benti
honu sérstaklega á undir hvaða leifi OSM væri gefið út. Ég læt hér
fylgja með öll tölvupóstsamskipti mín og Óla, svo þetta sé öllum
aðgengilegt.
Já og kærar þakkir fyrir WMS þjóninn, þetta er allt annað. Ég var
búinn að reyna að skipta kortinu upp í fjóra hluta til að fá betri
upplausn, en þá var nær ómögulegt að Rectify-a kortin þannig að þau
pössuðu saman.
Þórir Már
>> Heill og sæll Þórir,
>>
>>
>>
>> Ég heiti Óli Örn og vinn hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sér um
>> uppbyggingu á fyrrum varnarstöð bandaríkjahers.
>>
>>
>>
>> Ég rakst á kortagrunn sem þú settir gögn inn í þar sem svæðið er kallað
>> "Vallarheiði".
>>
>>
>>
>> Nafninu var formlega breytt í Ásbrú í Apríl síðastliðnum.
>>
>>
>>
>> Á heimasíðunni okkar er hægt að fá kort af svæðinu með öllum götunöfnum
>> (http://www.asbru.is/resources/Files/asbru_skilti_kort_v6.pdf)
>>
>>
>>
>> Vonandi að þetta hjálpi þér eitthvað.
>>
>>
>>
>> Bestu kveðjur,
>>
>>
>>
>> Óli Örn Eiríksson
>>
>> Verkefnastjóri / Project Manager
>>
>> Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar / Kadeco
>>
>> Sími / Tel: +354 843 6024
>>
>> Netfang / e-mail: oliorn at kadeco.is
> -----Original Message-----
> From: Thorir Jonsson [mailto:thorirmar at gmail.com]
> Sent: 4. júní 2009 09:52
> To: Óli Örn Eiríksson
> Subject: Re: Kort af Ásbrú
>
> Sæll Óli Örn, og þakka þér fyrir ábendinguna.
>
> Þessi nafnabreyting hafði alveg farið framhjá mér. Ég er búinn að
> leiðrétta þetta og breytingin ætti að verða sýnileg hér
> (http://www.openstreetmap.org/?lat=63.9691&lon=-22.5753&zoom=14&layers=B000FTF)
> fljótlega.
>
> Varðandi kortið sem er aðgengilegt á heimasíðunni ykkar, þá hefði ég
> mikinn áhuga á að fá að nota upplýsingar úr því til að bæta í
> OpenStreetMap grunninn. T.d. að teikna upp byggingarnar sem eru
> sýnilegar á kortinu sem og að bæta inn þeim götunöfnum sem vantar á
> OSM kortið.
>
> Til þess að þetta megi verða þá þarf skýrt samþykki rétthafa kortsins
> að liggja fyrir.
>
> Nánari upplýsingar um leyfið sem OSM er gefið út undir má finna hér:
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/License
> http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/
>
> Er þess rétt til getið hjá mér að þetta kort sé líka að finna á skilti
> við Flugvallarbraut?
>
> Bestu kveðjur,
> Þórir Már
2009/6/4 Óli Örn Eiríksson <oliorn at kadeco.is>:
- Hide quoted text -
> Sæll Þórir,
>
> Við eigum grunninn sem öll kort af svæðinu eru unnin uppúr, herinn byggði upp mjög flott GIS kerfi sem við höfum hér innanhúss.
>
> Þú hefur fullt leyfi frá okkur til að setja þessi gögn inn í ykkar kort svo þau séu sem réttust.
>
> Jú, þetta kort er komið á skilti sem er við inngang svæðisins.
>
> Bestu kveðjur,
>
> Óli Örn Eiríksson
> Verkefnastjóri / Project Manager
> Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar / Kadeco
> Sími / Tel: +354 843 6024
> Netfang / e-mail: oliorn at kadeco.is
>
Sæll ÓIi,
þetta er gaman að heyra. Ég geng strax í að uppfæra OSM með þessum upplýsingum.
Varðandi þessi GIS gögn frá hernum, veistu hvort þau eru aðgengileg á
netinu einhversstaðar eða hafi verið gefinu út í einhverju formi? Ef
svo er þá eru nefnilega góðar líkur til að hægt sé að bæta þeim inn í
OSM líka. Öll gögn gefin út af opinberum stofnunum í bandaríkjunum
eru gefin út undir frjálsu leyfi (e. public domain), sbr. t.d. TIGER
gagnagrunninn (http://en.wikipedia.org/wiki/TIGER).
Þakka þér annars kærlega fyrir ábendinguna og leyfið til að nota kortið ykkar.
Bestu kveðjur,
Þórir Már
More information about the Talk-is
mailing list