[Talk-is] Kort af Ásbrú, Reykjanesbæ
Thorir Jonsson
thorirmar at gmail.com
Sun Jun 14 21:00:22 BST 2009
Já og það er rétt að taka það fram að ég hef enn ekki fengið neitt
svar frá Óla varðandi þennan GIS gagnagrunn.
Kv. Þórir Már
2009/6/14 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:
> Sæll Ævar, og aðrir lesendur.
>
> Ég ræddi ekkert sérstaklega við Óla aðra notkun en í OSM, en benti
> honu sérstaklega á undir hvaða leifi OSM væri gefið út. Ég læt hér
> fylgja með öll tölvupóstsamskipti mín og Óla, svo þetta sé öllum
> aðgengilegt.
>
> Já og kærar þakkir fyrir WMS þjóninn, þetta er allt annað. Ég var
> búinn að reyna að skipta kortinu upp í fjóra hluta til að fá betri
> upplausn, en þá var nær ómögulegt að Rectify-a kortin þannig að þau
> pössuðu saman.
>
> Þórir Már
>
>
>
>>> Heill og sæll Þórir,
>>>
>>>
>>>
>>> Ég heiti Óli Örn og vinn hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sér um
>>> uppbyggingu á fyrrum varnarstöð bandaríkjahers.
>>>
>>>
>>>
>>> Ég rakst á kortagrunn sem þú settir gögn inn í þar sem svæðið er kallað
>>> "Vallarheiði".
>>>
>>>
>>>
>>> Nafninu var formlega breytt í Ásbrú í Apríl síðastliðnum.
>>>
>>>
>>>
>>> Á heimasíðunni okkar er hægt að fá kort af svæðinu með öllum götunöfnum
>>> (http://www.asbru.is/resources/Files/asbru_skilti_kort_v6.pdf)
>>>
>>>
>>>
>>> Vonandi að þetta hjálpi þér eitthvað.
>>>
>>>
>>>
>>> Bestu kveðjur,
>>>
>>>
>>>
>>> Óli Örn Eiríksson
>>>
>>> Verkefnastjóri / Project Manager
>>>
>>> Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar / Kadeco
>>>
>>> Sími / Tel: +354 843 6024
>>>
>>> Netfang / e-mail: oliorn at kadeco.is
>
>
>
>
>> -----Original Message-----
>> From: Thorir Jonsson [mailto:thorirmar at gmail.com]
>> Sent: 4. júní 2009 09:52
>> To: Óli Örn Eiríksson
>> Subject: Re: Kort af Ásbrú
>>
>> Sæll Óli Örn, og þakka þér fyrir ábendinguna.
>>
>> Þessi nafnabreyting hafði alveg farið framhjá mér. Ég er búinn að
>> leiðrétta þetta og breytingin ætti að verða sýnileg hér
>> (http://www.openstreetmap.org/?lat=63.9691&lon=-22.5753&zoom=14&layers=B000FTF)
>> fljótlega.
>>
>> Varðandi kortið sem er aðgengilegt á heimasíðunni ykkar, þá hefði ég
>> mikinn áhuga á að fá að nota upplýsingar úr því til að bæta í
>> OpenStreetMap grunninn. T.d. að teikna upp byggingarnar sem eru
>> sýnilegar á kortinu sem og að bæta inn þeim götunöfnum sem vantar á
>> OSM kortið.
>>
>> Til þess að þetta megi verða þá þarf skýrt samþykki rétthafa kortsins
>> að liggja fyrir.
>>
>> Nánari upplýsingar um leyfið sem OSM er gefið út undir má finna hér:
>> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/License
>> http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/
>>
>> Er þess rétt til getið hjá mér að þetta kort sé líka að finna á skilti
>> við Flugvallarbraut?
>>
>> Bestu kveðjur,
>> Þórir Már
>
>
>
>
>
> 2009/6/4 Óli Örn Eiríksson <oliorn at kadeco.is>:
> - Hide quoted text -
>> Sæll Þórir,
>>
>> Við eigum grunninn sem öll kort af svæðinu eru unnin uppúr, herinn byggði upp mjög flott GIS kerfi sem við höfum hér innanhúss.
>>
>> Þú hefur fullt leyfi frá okkur til að setja þessi gögn inn í ykkar kort svo þau séu sem réttust.
>>
>> Jú, þetta kort er komið á skilti sem er við inngang svæðisins.
>>
>> Bestu kveðjur,
>>
>> Óli Örn Eiríksson
>> Verkefnastjóri / Project Manager
>> Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar / Kadeco
>> Sími / Tel: +354 843 6024
>> Netfang / e-mail: oliorn at kadeco.is
>>
>
>
>
>
> Sæll ÓIi,
>
> þetta er gaman að heyra. Ég geng strax í að uppfæra OSM með þessum upplýsingum.
>
> Varðandi þessi GIS gögn frá hernum, veistu hvort þau eru aðgengileg á
> netinu einhversstaðar eða hafi verið gefinu út í einhverju formi? Ef
> svo er þá eru nefnilega góðar líkur til að hægt sé að bæta þeim inn í
> OSM líka. Öll gögn gefin út af opinberum stofnunum í bandaríkjunum
> eru gefin út undir frjálsu leyfi (e. public domain), sbr. t.d. TIGER
> gagnagrunninn (http://en.wikipedia.org/wiki/TIGER).
>
> Þakka þér annars kærlega fyrir ábendinguna og leyfið til að nota kortið ykkar.
>
> Bestu kveðjur,
> Þórir Már
>
More information about the Talk-is
mailing list