[Talk-is] Hæðarlínur fyrir Ísland
Daníel Gunnarsson
danielgunnars at gmail.com
Sat Sep 26 22:59:55 BST 2009
2009/6/30 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> 2009/6/30 David Jakobsson <rimmugygur at gmail.com>:
>> Fyrir áhugasama að nota þessa hæðarlínur á kortin sín vil ég benda á þessa
>> frétt
>> http://igorbrejc.net/openstreetmap/groundtruth-works-with-srtm-again
>
> Ahm, það eru til ágætis hæðarlínur á viewfinerpanoramas en þær er ekki
> hægt að nota opinberlega þar sem þær eru ófrjálsar og koma frá ýmsum
> aðilum. T.d. eru hæðarlínurnar þar fyrir Ísland teiknaðar eftir
> Atlaskortum LMÍ.
Fékkstu það uppgefið frá þeim sem rekur síðuna að hæðarlínurnar voru
teknar upp úr Atlaskortunum?
>
> Hérna er fréttatilkynning varðandi þessi Aster gögn:
>
> https://lpdaac.usgs.gov/lpdaac/content/download/3992/20018/file/ASTER%20GDEM%20METI%20and%20NASA%20News%20Release%2029June09.pdf
>
> Þar er bara tekið fram að þau séu ókepis, þannig kannski er þetta ekki
> jafn frjálst og STRM gögnin (sem eru óhöfundaréttvarin). En maður
> vonar það besta.
Ég er búinn að vera að fylgjast með umræðunni um þessi Aster gögn á
[OSM-legal-talk]
http://lists.openstreetmap.org/pipermail/legal-talk/2009-July/002672.html
og [OSM-talk]
http://www.mail-archive.com/talk@openstreetmap.org/msg17461.html
Það sem ég var að velta fyrir mér er hvort notkunarskilmálarnir setji
sömu takmarkanir á afleidd gögn og þeir setja á frumgögnin þ.e. að
þeim sé bara dreyft innan sömu stofnunar og sótti gögnin. Samanber
þetta: https://lpdaac.usgs.gov/lpdaac/about/news_archive/thursday_july_30_2009
þá ætti að vera í lagi að dreyfa hæðarlínum sem unnar eru eftir Aster
gögnunum þar sem að ekki er hægt að endurheimta frumgögnin.
More information about the Talk-is
mailing list