[Talk-is] hjólavefsjá.is, DV í dag o.fl.

Davíð Jakobsson rimmugygur at gmail.com
Fri Aug 20 19:04:18 BST 2010


Hjólaði þarna niður í dag og bætti inn hverfisgötunni eftir bestu vitund.
Sýndist þeir allveg að vera leggja lokahönd á þetta.

kv.
Davíð

Þann 20. ágúst 2010 14:29, skrifaði Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:

> Þetta lítur vel út.  Það eina sem ég sé sem mætti betur fara er að það
> vantar að þýða meters og kilometers yfir á íslensku.  Því miður er ég
> ekki á þannig að ég get ekki hjálpað með Hverfisgötuna.
>
> Þetta er annars frábært framtak hjá ykkur.
>
> Bestu kveðjur,
> Þórir Már
>
> 2010/8/20 Björgvin Ragnarsson <nifgraup at gmail.com>:
> > Smá update:
> >
> > Við Ævar höfum verið í sambandi við RideTheCity sem Gísli Marteinn
> > bloggaði um og höfum aðstoðað þá við að þýða síðuna sína, hér er
> > statusinn á því, http://is.ridethecity.com/iceland og við beinum
> > hjólavefsjá.is <http://xn--hjlavefsj-81a4q.is> þangað mjög fljótlega.
> Athugasemdir um síðuna eru vel
> > þegnar, t.d. eitthvað sem þyrfti að þýða eða rangar þýðingar. Getum
> > við gert eitthvað varðandi fallbeygingar á götum?
> >
> > Og varðandi síðasta póst minn þá væri það mjög hjálplegt ef einhver
> > tæki það að sér og stúderaði Hverfisgötuna og setti þennan nýja
> > hjólastíg inn (það er dálítið vandasamt verk). Það myndi hjálpa til
> > þegar hjólavefsjá byggð á OpenStreetMap verður presenteruð fyrir
> > borginni til að sýna hversu sniðugt user generated fyrirkomulag er.
> > Það eru auðvitað hjólreiðamennirnir sjálfir sem vita best hvernig
> > hjólakortið á að líta út.
> >
> > kv.
> >
> > Björgvin
> >
> > 2010/8/17 Björgvin Ragnarsson <nifgraup at gmail.com>:
> >> Ef einhver væri til í að setja inn þennan glænýja hjólastíg væri það
> >> mjög hjálplegt.
> >>
> >> http://visir.is/hjolastigur-a-hverfisgotu/article/2010263738966
> >>
> >> kv.
> >>
> >> Björgvin
> >>
> >> 2010/8/17 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> >>> 2010/8/17 Davíð Jakobsson <rimmugygur at gmail.com>:
> >>>> Þann 16. ágúst 2010 18:33, skrifaði Ævar Arnfjörð Bjarmason
> >>>> <avarab at gmail.com>:
> >>>>>
> >>>>> 2010/8/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> >>>>> > 2010/8/14 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
> >>>>> >> Ég hef illan grun um að gögnin fyrir hjólavefsjána muni vera
> fengin úr
> >>>>> >> gögnum háð sömu takmörkunum og þau sem borgarvefsjáin er unnin
> eftir.
> >>>>> >> Það
> >>>>> >> kæmi mér allavega ekkert á óvart.
> >>>>> >
> >>>>> > Planið hérna er að fá borgina til að gefa út þessi gögn undir
> frjálsu
> >>>>> > leyfi í staðin fyrir að gera sitt egið verkefni, ég veit ekki hvort
> >>>>> > það gengur eftir, en það má vona.
> >>>>> >
> >>>>> > Gísli Marteinn allavegana virðist jákvæður:
> >>>>> >
> >>>>> >    http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018574846
> >>>>> >    http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018677592
> >>>>> >
> >>>>> > Þetta hjólavefsjármál verður tekið fyrir hjá borginni bráðlega,
> planið
> >>>>> > er að vera fyrir þann tíma komnir með hjólavefsjá á Íslensku (byggt
> á
> >>>>> > hugbúnaði sem er til) sem hægt verður að benda á og segja "hérna er
> >>>>> > þetta, gjaldfrjálst og aðgengilegt öllum, þið þurfið bara að gefa
> út
> >>>>> > gögnin sem þið egið nú þegar til að gera þetta betra", eða eitthvað
> >>>>> > þannig.
> >>>>>
> >>>>> Þetta verkefni er komið aðeins lengra. Það var keypt lén fyrir þetta:
> >>>>>
> >>>>>    http://xn--hjlavefsj-81a4q.is/ (eða http://hjolavefsja.is/)
> >>>>>
> >>>>> Kannski sést þetta ekki því það er enn í ISNIC kerfinu, en hér er
> >>>>> afrit þangað til:
> >>>>>
> >>>>>    http://v.nix.is/~avar/hjolavefsja/<http://v.nix.is/%7Eavar/hjolavefsja/>
> >>>>>
> >>>>> Það var líka tekið viðtal við mig út af þessu af DV, það er í blaðinu
> >>>>> í dag (16. ágúst 2010) á síðu #4, ég hef ekki enn séð það þannig ég
> >>>>> veit ekki hvað stendur þar.
> >>>>>
> >>>>> _______________________________________________
> >>>>> Talk-is mailing list
> >>>>> Talk-is at openstreetmap.org
> >>>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> >>>>
> >>>>
> >>>> Flott framtak!
> >>>>
> >>>> Það er kannski spurning um að gera smá átak í hjólreiðakortinu okkar
> þar sem
> >>>> þetta er að fá svona fína auglýsingu.
> >>>
> >>> Jú, endilega. Get því miður ekki hjálpað með það beint þar sem ég er
> >>> ekki á landinu.
> >>>
> >>>> Það sem mér finnst hafa stungið sérstaklega útúr er Grafarholtið þar
> >>>> sem hver einasti stígur er taggaður sem cycleway. Er einhver sem
> >>>> þekkir til þarna sem getur lagað þetta?
> >>>
> >>> Ég sé ekki betur en að þetta sé rétt, ef það er eitthvað jafngildi
> >>> erlendra hjólreiðastíga á Íslandi er það líkast til netið í
> >>> grafarholtinu.
> >>>
> >>>
> >>>> Að öðru leyti þá er til pdf skjal frá rvk hér
> >>>>
> >>>>
> http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/framkvaemdasvid/gongu_og_hjolastigar/Uppl-skilti-St_rRvk.pdf
> >>>>
> >>>> Að mstu leyti er það rétt held ég, þó að ég geti séð nokkrar villur
> þarna,
> >>>> en það er spurning hvort að það megi ekki nota það til viðmununar?
> >>>
> >>> Þetta er lítið dæmi um gögn sem við erum að reyna fá leyfi til að
> >>> nota, þannig við getum ekki notað þetta eins og er.
> >>>
> >>> En burtséð frá því er þetta skjal nánast ónothæft, ég man ekki hvar ég
> >>> heyrði þetta en ég frétti einhverstaðar að þetta hefði fyrst verið
> >>> gert fyrir einhverja ráðstefnu Evrópskra borga, þá til að einhver
> >>> embættismaðurinn gæti litið vel út úti og auglýst hversu hjólavæn
> >>> Reykjavík væri.
> >>>
> >>> Það getur vel verið að það sé lygi, en það sést ekki annað á þessu
> >>> korti. Þessar leiðir eru í engum tengslum við raunveruleikann, þarna
> >>> er allt frá ágætis hjólaleiðum (t.d. Skerjafjörðurinn) niður í
> >>> venjulegar gangstéttir við götur, síðast þegar ég athugaði var líka
> >>> eitthvað af þessu sem fór upp og niður stiga!
> >>>
> >>> Það eina sem er *ekki* á þessu korti er Langahlíð og kafli Laugarvegar
> >>> frá Snorrabraut til Barónsstígs, sem eru einu tvö dæmin um kafla þar
> >>> sem reynt hefur verið að búa til pláss fyrir hjólafólk ásamt bíla og
> >>> gönguumferð.
> >>>
> >>> Það flotta við OpenStreetMap er einmitt að við getum búið til *alvöru*
> >>> hjólakort sem er með einhver tengsl við raunveruleikann, það þarf bara
> >>> að merkja breidd vegsins, hvort umferð er aðskilin, hvernig undirlagið
> >>> er o.s.f.
> >>>
> >>> _______________________________________________
> >>> Talk-is mailing list
> >>> Talk-is at openstreetmap.org
> >>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> >>>
> >>
> >
> > _______________________________________________
> > Talk-is mailing list
> > Talk-is at openstreetmap.org
> > http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> >
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100820/bc95d0ea/attachment-0001.html>


More information about the Talk-is mailing list