[Talk-is] Hjolavefsja.is flott framtak. Hvernig geta hjólarar aðstoðað ?

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Tue Aug 24 23:05:51 BST 2010


Sæll Morten.

Bæði www.hjolavefsja.is og www.hjólavefsjá.is sýna Reykjavík hjá mér?
Veit ekki hvað er á seiði þar.

Varðandi tengingar og hjólastíga sem vantar á kortið, þá er auðvelt að
bæta þeim inn.  Hjólavefsjá.is notar kortagögn frá openstreetmap.org.
Þessi gögn eru öllum aðgengileg og auðvelt er að breyta þeim og bæta.
Fyrst þarf stofna notanda hjá openstreetmap.org.  Þegar það er búið er
hægt að byrja að breyta kortinu með því að opna Potlatch (velja edit
ofan við kortið á openstreetmap.org og skrá sig inn).

Leiðbeiningar fyrir Potlatch er að finna hér:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Potlatch
Lista með öllum algengustu tögunum ásamt leiðbeiningum um notkun
þeirra finnur þú hér: http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Map_Features

Það er svo rétt að taka það fram að Potlatch er ekki eina forritið sem
hægt er að nota til að breyta og bæta openstreetmap.  JOSM er það
forrit sem ég held að flest okkar hér á póstlistanum noti.  Það er mun
öflugra en Potlatch en er erfiðara að læra á og engu betra fyrir
litlar lagfæringar eins og að bæta tengingar á hjólastígum.

Þar sem þú nefnir Borgarvefsjá í póstinum þínum þá er rétt að taka það
fram að við höfum ekki fengið leyfi til að bæta gögnum úr
Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (landafræðigögnin sem Borgarvefsjá
byggir á) í openstreetmap grunninn.  Það má því ekki bæta inn
upplýsingum sem fengnar eru af Borgarvefsjá.  Allar upplýsingar sem þú
getur bætt inn eftir minni og eigin þekkingu eru aftur á móti vel
þegnar.

Bestu kveðjur,
Þórir Már



2010/8/24 Morten Lange <morten7an at yahoo.com>:
> Sælar :-)
>
>
> www.hjolavefsja.is  er flott.  (Reykjavík)
> www.hjólavefsjá.is  virkar ekki eins vel :-þ   (New York)
>
>
> Það eru fullt af litlum tengingum sem vanta. (t.d. við enda Blesugrófar) Hvernig getur maður sem er ekki með GPS, en þekkir leiðirnar  ( og kann á Borgarvefsjá ofl.  ) aðstoðað ?
>
> --
> Regards / Kvedja
> Morten Lange, Reykjavík
> ( í varastjórn Landssamtaka hjólreiðamanna )
>
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



More information about the Talk-is mailing list