[Talk-is] Hjolavefsja.is flott framtak. Hvernig geta hjólarar aðstoðað ?

Björgvin Ragnarsson nifgraup at gmail.com
Tue Aug 24 23:21:54 BST 2010


Sæll Morten og aðrir,

http://www.hjólavefsjá.is ætti að vera komið í lag núna. Endilega
spurðu ef þú lendir í einhverjum vandræðum. Athugaðu að breytingarnar
koma ekki um leið inn á kortið, ef einhver veit hversu ört kortin frá
CloudMade uppfærast væri gott að vita það.

Kannski væri það góð hugmynd að hafa smá kennslu á OpenStreetMap í
klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbs Íslands, einhver sem býður sig fram í það?
Það væri hægt að byrja á að fara í smá hjólatúr og skrásetja með hjálp
http://walking-papers.org/ og hafa síðan kennslustund fyrir framan
skjávarpann.

kv.

Björgvin



2010/8/24 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:
> Sæll Morten.
>
> Bæði www.hjolavefsja.is og www.hjólavefsjá.is sýna Reykjavík hjá mér?
> Veit ekki hvað er á seiði þar.
>
> Varðandi tengingar og hjólastíga sem vantar á kortið, þá er auðvelt að
> bæta þeim inn.  Hjólavefsjá.is notar kortagögn frá openstreetmap.org.
> Þessi gögn eru öllum aðgengileg og auðvelt er að breyta þeim og bæta.
> Fyrst þarf stofna notanda hjá openstreetmap.org.  Þegar það er búið er
> hægt að byrja að breyta kortinu með því að opna Potlatch (velja edit
> ofan við kortið á openstreetmap.org og skrá sig inn).
>
> Leiðbeiningar fyrir Potlatch er að finna hér:
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Potlatch
> Lista með öllum algengustu tögunum ásamt leiðbeiningum um notkun
> þeirra finnur þú hér: http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Map_Features
>
> Það er svo rétt að taka það fram að Potlatch er ekki eina forritið sem
> hægt er að nota til að breyta og bæta openstreetmap.  JOSM er það
> forrit sem ég held að flest okkar hér á póstlistanum noti.  Það er mun
> öflugra en Potlatch en er erfiðara að læra á og engu betra fyrir
> litlar lagfæringar eins og að bæta tengingar á hjólastígum.
>
> Þar sem þú nefnir Borgarvefsjá í póstinum þínum þá er rétt að taka það
> fram að við höfum ekki fengið leyfi til að bæta gögnum úr
> Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (landafræðigögnin sem Borgarvefsjá
> byggir á) í openstreetmap grunninn.  Það má því ekki bæta inn
> upplýsingum sem fengnar eru af Borgarvefsjá.  Allar upplýsingar sem þú
> getur bætt inn eftir minni og eigin þekkingu eru aftur á móti vel
> þegnar.
>
> Bestu kveðjur,
> Þórir Már
>
>
>
> 2010/8/24 Morten Lange <morten7an at yahoo.com>:
>> Sælar :-)
>>
>>
>> www.hjolavefsja.is  er flott.  (Reykjavík)
>> www.hjólavefsjá.is  virkar ekki eins vel :-þ   (New York)
>>
>>
>> Það eru fullt af litlum tengingum sem vanta. (t.d. við enda Blesugrófar) Hvernig getur maður sem er ekki með GPS, en þekkir leiðirnar  ( og kann á Borgarvefsjá ofl.  ) aðstoðað ?
>>
>> --
>> Regards / Kvedja
>> Morten Lange, Reykjavík
>> ( í varastjórn Landssamtaka hjólreiðamanna )
>>
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



More information about the Talk-is mailing list