[Talk-is] Dæmi úr hjólavefsjá og hugleiðingar um virkni

Björgvin Ragnarsson nifgraup at gmail.com
Wed Aug 25 20:27:46 BST 2010


(english summary: responding to comments about RideTheCity, explaining OSM
basics and encurraging people to contribute to the WikiProject
Iceland/Cycleways, see link below.)

Sæll Morten,

2010/8/25 Morten Lange <morten7an at yahoo.com>

>>
> Jamm, það er margt furðulegt sem kerfið stingur upp á og sumt geti tengst
> því að  ekki sé búið að tengja saman stíga, eða tengja þá við almenna
> gatnakerfið.  Hef séð nokkur dæmi um slíkt, og hef gert tvær tilraunir til
> að bæta úr með því að bæta inn "way"  ( norðvesturhorn Kópavogs )
>
> Já, þessar furðulegu tillögur eru flestar vegna þess að stígar eru ekki
tengdir gatnakerfinu.


> Svo er ég ( og margir/flestir  innan stjórnar  Landssamtaka hjólreiðamanna
> og Íslenska fjallahjólaklúbbsins )  ekki sannfærður um  gildi þess að hengja
> merkimiðinn "örugg leið" á sumum af  þessum stígum.   Kannski frekar kalla
> þetta "umferðarminni", "græn" eða "friðsamleg" leið.
>

Sammála, ég kem þessum tillögum áfram til RideTheCity, brugðist mjög vel við
mínum athugasemdum hingað til. Ég þróaði ekki vefinn heldur þýddi hann bara
ásamt Ævari.


> Ég vil fyrir alla muni sleppa því að vara alltaf við með rauðu letri og
> upphrópunarmerki þegar  "Bein leið"  valkosturinn er valin.  Frekar hafa
> almennan "disclaimer" , því ekki getur vefurinn ábyrgst öryggið á stígunum,
> með blindhornum, svell, sand, lítill sýnileiki þar sem sem vegur þverar stíg
> (eða öfugt :-)
>
> Alveg sammála, reyni að fá þessu breytt.


> Mér finnst líka vanta fleir tegunda í kerfinu. Hægt er ( að einhverju
> marki, háð reiðhjóli, tilgangi ferðar ofl )  að hjóla á  eftirfarandi sem
> ekki sé til í kerfinu ( að mig minnir / eftir minni takmarkaðri vitneskju)
>
> * mjóir moldarstígar
> * singeltrack slóðir sem kíkast mest mjóir (moldar)göngustígar, en henta
> til að hjóla nokkuð hratt ef maður hefur þá út af fyrir sig.
> * gangstétt sem ekki er upp við opnanlega hurði, né morandi í  útkeyrslum
> með lélegan sýnileika
> * hefðbundin borgargangstétt
> * hjólavísar ( Eitthvað hefur þetta verið merkt á Langholtsvegi, og
> Einarsnesi ?)
> * hjólastígur sem er  varasamur
> * hjólarein sem er varasamur
> * aðskilin hjólarein / hjólastíg ( gjarnan við hlið gangstéttar)
> * Sér tegund sem þýðir gangbraut ?  Ljósastýrð og ekki ?  Morandi í 5 til 7
> begjum til að komast yfir eða úrtfærslur sem henta vel fyrir hjól með
> kerrur, fyrir Kristianiuhjól (eða almennara ladcykel upp á dönsku), og
> snjóruðningstæki ?    Svipað og sér tegund /attribute fyrir jarðgöng/brú.

Og ekki síst :
> * Venjuleg gata /vegur sem hentar sérstaklega vel til hjólreiða í bland við
> og í samstarfi við aðra umferð.  Eða reikna með að allir vegir með skiltaðan
> hámarkshraða undir 50 séu þannig ?
>
> Góð athugasemd. Málið með OpenStreetMap er að það er hægt að skrá allt!
Menn þurfa bara að koma sér saman um hvað hlutirnir eiga að heita. Ég mæli
með þessum leiðbeiningum:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Beginners_Guide_1.3
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Beginners_Guide_1.4

Allar þessar nákvæmu upplýsingar þínar er hægt að skrá sem "key-value" tög.
Hver og einn metur hversu nákvæmlega hann vill skrá. Hér er svo wikisíða til
að halda utan um samræmingu á hjólaleiða-skráningu fyrir Ísland:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways . Hún hefur
ekki verið uppfærð í tvö ár en ég skal reyna að koma henni í betra form
seinna í kvöld. T.d. setja upp töflu með þessum atriðum þínum og hvernig
skal tagga. Einnig vil ég hvetja alla hér á póstlistanum til að aðstoða.

Svo er það annað hvernig gögnin eru birt. CloudMade býður upp á að búa til
eigin stíl á kort svo ef þarf þá getum við (eða Reykjavíkurborg sem þykir
hjólavefsjá áhugavert verkefni) búið til nýjan stíl sem leggur áherslu a
hjólreiðar í Reykjavík:
http://developers.cloudmade.com/projects/show/style-editor .


>
> Í framhaldi af síðasta punktinum : Hvernig ákveður kerfið hvort stinga eigi
> upp á að hjóla eftir akveg / þjóðveg ?   þjóðveg í þéttbyli ?    Er
> algorithman til ?  Er hún auðskijanleg ?
>
>
> Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki algórithmann, hann er saminn af
CloudMade.com og RideTheCity notar hugbúnað frá þeim til að birta kortið og
reikna og sýna leiðina. Ég ætla að afla mér upplýsinga um hann og skrifa þér
síðar um það. Ef hann reynist ekki góður er hægt að láta síðuna
hjólavefsjá.is <http://xn--hjlavefsj-81a4q.is> benda aðra hjólavefsjá en
RideTheCity sem þó notar gögn frá OSM. Þó efast ég um að hann sé slæmur, við
þurfum bara að læra hann til að vita hvernig er best að við töggum til að
nýta hann.


> Svo er spurnig hvort ekki ætti að gera ráð fyrir að merkja inn einstefnu,
> eins og til dæmis varðandi hjólareinina á Hverfisgötu.
>
> Það er gert með að bæta við tagginu oneway=yes á veginn, sjá
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Map_Features#Cycleway og
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:oneway .

>
> OK þessui upptalning hér fyrir ofan er kannski full ítarleg, en hjólaleiðir
> eru skemmtilega fjölbreyttar og skemmtilega lélegar, enda fæst þeirra
> hannaðir með samgönguhjólreiða í huga   ;-)
>
>
Ef þessi atriði eru mikilvæg fyrir hjólreiðafólk þá er þetta bara akkúrat
passleg upptalning. Lélegar hjólaleiðir hins opinbera hljóta að krefjast
nákvæmari korta.

kv.

Björgvin



> --
> Regards / Kvedja
> Morten Lange, Reykjavík
>
> --- On *Wed, 25/8/10, baldvin at baldvin.com <baldvin at baldvin.com>* wrote:
>
>
> From: baldvin at baldvin.com <baldvin at baldvin.com>
> Subject: [Talk-is] Dæmi úr hjólavefsjá og hugleiðingar um virkni
> To: "'OpenStreetMap in Iceland'" <talk-is at openstreetmap.org>
> Date: Wednesday, 25 August, 2010, 12:51
>
>
>  Sæl.
>
>
>
> Ég prófaði að rúta „leirutangi“ til „barðastaðir“ til að sjá hvað
> hjólavefsjáin leggur til.
>
>
>
> Leiðin sem ég valdi var „Öruggari leið“ og ég er að velta fyrir mér hvers
> vegna kerfið rútar upp á Vesturlandsveg frekar en að fara hjólastígana sem
> liggja meðfram sjónum.
>
>
>
> Ég hef verið að bæta inn (ásamt öðrum, vissulega) hjólastígunum í
> Mosfellsbæ með skipulegum hætti og held að netið þar sé orðið nokkuð gott.
> En nú langar mig að skoða hvort við getum merkt þessa vegi, hjólastígana
> annars vegar og Vesturlandsveg hins vegar, eitthvað öðruvísi en þeir eru,
> til að leggja frekar til „hættuminni“ leiðir s.s. hjólastíga, jafnvel þó þær
> væru e.t.v. örlítið lengri.
>
>
>
> Ef einhver hefur eitthvað um þetta að segja eða hefur reynslu af því að
> tagga með tilliti til öryggis leiðanna eða annað sem við gætum viljað merkja
> upp vegna hjólavefsjár sérstaklega, þá væri gaman að heyra frá ykkur.
>
>
>
> Kveðja,
>
> Baldvin
>
> -----Inline Attachment Follows-----
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org <http://mc/compose?to=Talk-is@openstreetmap.org>
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100825/e744b4db/attachment-0001.html>


More information about the Talk-is mailing list