[Talk-is] Nýr notandi, fáeinar sputningar.

Karl Georg kalli at ekkert.org
Sun Aug 29 21:02:39 BST 2010


Takk. Vitið þið afhverju ég sé ekki mínar uppfærslur inn á http://osm.nix.is/diff/latest
Þær eru komnar inn á openstreetmap.org

Kv. 
Kalli

On Aug 29, 2010, at 8:49, Arnar Birgisson <arnarbi at gmail.com> wrote:

> Sæll Karl,
> 
> 2010/8/29 Karl Georg <kalli at ekkert.org>:
>> *Þegar ég var að tracka í gær þá skorti mig að geta stillt GPS tækið svo það
>> safnaði punktum oftar.  ég slökkti á Decluster (án þess þó að vita hvað það
>> þýðir) og fann smá mun og leitaði í settings af eitthvejru þessu tengdu en
>> fann ekkert.
>> Vandamálið lýsti sér þannig að ég gékk stíg sem ég vildi tracka og út frá
>> honum komu nokkrar tengingar við íbúðargötur.  Ég þræddi þær fram og til
>> baka en tækið stikaði alltaf beinaleið framhjá þeim öllum. Ég er með "Garmin
>> eTrex Legend HCx" Vitið þið um ráð eða stillingu framhjá þessu.
> 
> Undir Main Menu ferðu í Tracks, velur þar Settings hnappinn. Á þeirri
> valmynd seturðu Record Method á "Time" og Interval á "00hrs 00min
> 01sec". Þetta gefur þér tíðustu punkta í tracklog sem þetta tæki býður
> upp á.
> 
> Einn galli er að track-loggurinn fyllist fyrr og ef þú vistar hann
> ekki í track, þá taparðu gögnum. Enn fremur strippar þetta tæki tímann
> af punktum þegar þú vistar þá, sem skiptir ekki alltaf máli en þú
> hefur þá t.d. ekki upplýsingar um hversu hratt þú fórst viðkomandi
> track.
> 
> Lausn við þessu er að fara í "Data Card Setup" á sömu valmynd
> (assuming að þú sért með SD kort í tækinu) og haka þar í "Log Track to
> Data Card." Þá verða til .gpx skrár á SD kortinu, ein fyrir hvern dag,
> sem þú getur opnað beint í JOSM. Til að lesa þær seturðu annað hvort
> kortið í kortalesara, eða tengir GPS tækið með USB og ferð (með
> kapalinn tengdan) í Main Menu -> Setup -> Interface og velur eina
> hnappinn þar, "USB Mass Storage." Þá dúkkar kortið upp sem drif í
> tölvunni hjá þér og þú getur afritað .gpx skránar.
> 
>> Annað get ég séð layera í JOSM sem er ekki búið að setja á OSM kortið, eða
>> trökk eftir aðra notendur sem er ekki búið að teikna. Hvernig forðast maður
>> semsagt að setja inn eitthvað sem aðrir eru að vinna í ? Og hvernig getur ég
>> lagt mitt af mörkum með því að vinna úr gögnum sem aðrir hafa lagt inn hvort
>> sem það eru prentanlegukortin,trökk eða skráning á götunöfnum. Er til listi
>> yfir ókláruð verk ?
> 
> Tröckin sem aðrir eru að nota til að teikna eftir eru alla jafnan bara
> á þeirra einkatölvum, ekki í OSM grunninum. Varðandi lista yfir
> ókláruð verk þá verða aðrir að svara því.
> 
> Vona þetta hjálpi.
> 
> kv,
> Arnar
> 
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> 
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100829/dc79d0fe/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list