[Talk-is] Bing loftmyndir komnar!

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Wed Dec 1 01:31:22 GMT 2010


Takk fyrir þetta. Ákvað að prófa mig áfram og framkvæmdi slatta af 
breytingum. Leiðrétti mikið af vegum í Efra-Breiðholtinu og síðan 
aðalhluta Höfðabakka. Ég get haldið áfram í Efra-Breiðholtinu næsta 
kvöld ef enginn mótmælir en ég vara alla við að ég hef aldrei búið þar 
og er því ekki fullkunnugur staðarháttum. Væri annars ekki ágætt ef við 
hefðum hentugri umræðuvettvang til að deila með okkur verkum? Ég myndi 
leggja til etherpad.

En annars vildi ég forvitnast hversu ítarlegar merkingarnar ættu að 
vera. Ættu öll bílastæði við fjölbýlishús að vera merkt sem parking eða 
eingöngu nokkuð stór bílastæði? Væri frábært að vita hvað ég (og aðrir) 
ættum að miða við.

Ó, hvað það væri skemmtilegt að hafa líka stígagögnin frá LUKR! *hint* 
*hint*

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 30.11.2010 23:06, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> 2010/11/30 Svavar Kjarrval<svavar at kjarrval.is>:
>> Þetta kemur ekki fram sem möguleiki í WMS og ég finn ekki neitt nánar um
>> þetta á openstreetmap wiki eða umræðunni. Hvernig fékkst þú þetta upp í
>> JOSM? Ég vil byrja! *spenntur*
> Thetta er ekki opinberlega i JOSM vegna thessa:
> http://lists.openstreetmap.org/pipermail/josm-dev/2010-November/005056.html
>
> En thad er haegt ad nota  http://wms.latlon.org/, s.s. setja:
>
>      http://wms.latlon.org/?layers=bing&
>
> Sem URL fyrir nyjan WMS layer i JOSM.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



More information about the Talk-is mailing list