[Talk-is] Bing loftmyndir komnar!
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Wed Dec 1 15:47:04 GMT 2010
2010/12/1 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
> Takk fyrir þetta. Ákvað að prófa mig áfram og framkvæmdi slatta af
> breytingum. Leiðrétti mikið af vegum í Efra-Breiðholtinu og síðan aðalhluta
> Höfðabakka. Ég get haldið áfram í Efra-Breiðholtinu næsta kvöld ef enginn
> mótmælir en ég vara alla við að ég hef aldrei búið þar og er því ekki
> fullkunnugur staðarháttum. Væri annars ekki ágætt ef við hefðum hentugri
> umræðuvettvang til að deila með okkur verkum? Ég myndi leggja til etherpad.
Fólk notar yfirleitt bara PNG mynd af kortinu þer sem er búið að krota
á það til að skipta því niður í svæði. Kannski gæti einhver framkvæmt
slíkt krot?
Ég legg til að við reynum að kortleggja miðbæinn sem best eftir þessum
myndum bara til að sjá hversu flott þetta getur verið, þ.e. svæðið á
meðfylgjandi mynd.
> En annars vildi ég forvitnast hversu ítarlegar merkingarnar ættu að vera.
> Ættu öll bílastæði við fjölbýlishús að vera merkt sem parking eða eingöngu
> nokkuð stór bílastæði? Væri frábært að vita hvað ég (og aðrir) ættum að miða
> við.
Við kortleggjum dót sem er "on the ground". Öll bílastæði eru það
hversu merkileg sem þau eru, en vissulega á að merkja stæði við
fjölbýlishús access=private eða álíka.
Þannig ef einhver nennir að kortleggja öll bílastæði í Reykjavík, líka
þau sem standa við heimahús væri það frábært.
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: area.png
Type: image/png
Size: 143703 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20101201/5f4830a8/attachment-0001.png>
More information about the Talk-is
mailing list